ID: 4656
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla
Guðríður Kristjánsdóttir fæddist í Barðastrandarsýslu árið 1868.
Maki: Jón Guðmundsson drukknaði á Íslandi.
Börn: 1. Anna f.1892 2. Kristján Pétur f. 1896.
Guðríður var systir Sumarliða sem vestur fór 1891. Hann hefur eflaust hvatt systur sína til vesturferðar og þangað fór hún með börn sín tvö árið 1901. Með henni var Halldór Guðmundsson, bróðir Jóns, eiginmanns Guðríðar. f. 1871. Þau fóru til Winnipeg í Manitoba og þaðan áram í Argylebyggð þar sem þau bjuggu eitt ár ekki svo langt frá Baldur. Fluttu þaðan í Álftárdalsbyggð árið 1902 þar sem þau bjuggu til ársins 1920 en þá fluttu þau til Lundar. Samferða þeim vestur var Þórður Helgi Guðmundsson, 14 ára unglingur.
