ID: 1160
Fæðingarár : 1859
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1949
Guðmundur Þorsteinsson: Fæddur á Seltjarnarnesi í Gullbringusýslu árið 1859. Thorsteinsson vestra. Dáinn 1949 á Íslandi.
Maki: Vigdís Þorleifsdóttir f. Árnessýslu árið 1854. Dáin 1947
Barnlaus
Fluttu vestur árið 1888 og tók land í Argylebyggð ári seinna. Þar bjuggu þau til ársins 1908. Þá seldu þau allt og fluttu aftur til Íslands. Ekki voru þau þar lengi, komu aftur vestur en Guðmundur undi ekki vestanhafs. Flutti einsamall til baka og dó í Reykjavík. Vigdís bjó vestra uns hún dó.