ID: 4679
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Jósafat Ásgrímsson fæddist árið 1856 í Skagafjarðarsýslu. Joseph T. Hallson vestra.
Maki: Sigurborg Þorsteinsdóttir f. í Ísafjarðarsýslu árið 1852.
Barnlaus. Þau tóku Guðmund Júlíusson, frænda Jósafats, í fóstur eftir komuna til Minnesota.
Þau fluttu vestur til Ameríku árið 1888 og voru móðir Jósafats og Guðmundur Júlíusson þeim samferða. Þau settust að í Duluth í Minnesota en árið 1910 eru Jósafat og Sigurborg skráð til heimilis í Waterman í Kitsap sýslu í Washington.
