Guðmundur Sölvason

ID: 19395
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla

Guðmundur Sölvason fæddist í N. Múlasýslu 5. júní, 1863. Skráður Þórarinsson vestra.

Maki: 1896 Solveig Jónsdóttir f. 19. ágúst, 1873 í Húnavatnssýslu.

Börn: Fædd í Winnipeg: 1. Rebekka (Rebecca) 2. Edward 3. Þórdís d. nokkurra mánaða. Fædd í Vatnabyggð: 4. Rósa (Rose) 5. Lawrence 6. Henry 7. Anna.

Guðmundur fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Sölva Þórarinssyni og Þórdísi Ásgrímsdóttur árið 1884.  Solveig fór þangað með móður sinni, ekkjunni Sigurlaugu Stefánsdóttur og systrum árið 1883. Guðmundur og Solveig bjuggu í Winnipeg til ársins 1904, námu þá land í Vatnabyggð í Saskatchewan, bjuggu á því eitthvað en seldu svo árið 1909 og fluttu í Wynyard þorpið. Þar vann Guðmundur við smíðar.