Jón Þórðarson

ID: 19035
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla

Jón Þórðarson og Guðfinna Tómasdóttir

Jón Þórðarson fæddist á Akranesi í Borgarfjarðarsýslu 25. nóvember, 1863.

Maki: Guðfinna Tómasdóttir f. 21. ágúst, 1861 í Árnessýslu.

Börn: 1. Tómas Ingimar 2. Albert Þórður 3. Guðmundur Frímann 4. Guðjón 5. Gústaf Adolf 6. Bjarni 7. Gordon 8. Guðrún Victoria 9. Guðjón Ágúst.

Jón fór vestur um haf árið 1886 til Winnipeg í Manitoba og eftir skamma dvöl þar hélt hann áfram vestur og settist að í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Þar kvæntist hann Guðfinnu Tómasdóttur. Guðfinna fór vestur með foreldrum sínum árið 1886. Jón og Guðfinna hófu búskap í Þingvallabyggð og bjuggu þar í fimm ár. Þau fluttu á Big Point 1894. Jón var stórbóndi í héraðinu. Hann nam land og keypti síðan meira. Stundaði bæði akuryrkju og nautgriparækt í stórum stíl. Hann byggði mikið, vandað íbúðarhús með öllum þægindum eins og miðstöðvarhitun og rafmagni.

Jón var einn af máttarstólpum byggðarinnar. Reyndist afar drjúgur og örlátur þegar kom að samfélagsmálum.