ID: 9242
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1942

Ólafur Hallgrímsson og Kristrún Jóhannesdóttir Mynd RbQ
Ólafur Hallgrímsson: Fæddur í Ljósavatnshreppi í S. Þingeyjarsýslu árið 1862. Dáinn 2. janúar, 1942 í Saskatchewan. Ólafur Hall vestra
Maki: Kristrún Jóhannesdóttir f. 1858 í S. Þingeyjarsýslu, d. 31. desember, 1948.
Ólafur fór með móður sinni, Sigríði Jónasdóttur, vestur 1889 til Winnipeg í Manitoba og þaðan áfram í Garðarbyggð í N. Dakota. Flutti til Winnipegosis árið 1900 og þaðan til Wynyard í Vatnabyggð í Saskatchewan. Ólafur var góður söngmaður og kom iðulega að kórastarfi í Vatnabyggð,einkum við undirbúning Íslendingadagsins í Wynyard. Þegar þau hættu búskapnum árið 1932 og fluttu í Wynyard tóku þau að sér bókasafn lestrarfélagsins íslenska.
