Jóhann Halldórsson

ID: 4760
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla
Dánarár : 1922

Jóhann Halldórsson og Kristín Jónasdóttir Mynd WtW

Jóhann Halldórsson fæddist í Ísafjarðarsýslu 27. júlí, 1874. Dáinn í Manitoba árið 1922.

Maki: 17. janúar, 1901 Kristín Jónasdóttir f. í Hrísey í Eyjafjarðarsýslu 13. nóvember, 1881, d. 28. október, 1969.

Börn: 1. Matthildur f. 19. febrúar, 1903 2. Josephine Lillian f. 21. mars, 1905 3. John Alexander f. 21. octóber, 1909 4. William (Bill) Gregory f. 25. nóvember, 1913 5. Kristín (Christie) f. 8. mars, 1917 6. Ruby Monica Guðrún.

Jóhann flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með foreldrum sínum og systkinum. Hann flutti með þeim áfram í Lundarbyggð og bjó þar alla tíð. Kristín fór vestur með móður sinni, Móníku Guðmundsdóttur árið 1888. Jóhann hóf ungur verslunarrekstur í Lundar og flutti hann seinna til Oak Point þar sem umsvif hans uxu ótrúlega. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kristín, ekkja, varð að vinna fyrir sér til að halda heimilið. Hún vann við netagerð, bútasaum, gerði við fatnað veiðimanna og margt fleira. Þegar hún lést voru barnabörnin orðin 14 og barnabarnabörnin 11.