ID: 18936
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Ólafur Gunnarsson fæddist 6. janúar, 1866 í Gullbringusýslu.
Maki: 1904 Kristín Magnúsdóttir f. 1861 í Árnessýslu.
Ólafur flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1898 og fór fyrst til N. Dakota. Þar vann hann hjá bændum einhvern tíma áður en hann nam land í Þingvallabyggð í Saskatchewan árið 1904. Kristín fór vestur með foreldum sínum, Magnúsi Einarssyni og Ragnhildi Magnúsdóttur og eldri systur árið 1887.
