ID: 19407
Fædd(ur) vestra
Fæðingarstaður : Rosseau
Kristinn Brynjólfsson fæddist í Rosseau í Ontario. Kristinn B. Johnson eða Chris Johnson vestra
Kristinn flutti frá Rosseau með foreldrum sínum, Brynjólfi Jónssyni og konu hans Guðrúnu Jónsdóttur árið 1884 til Mountain í N. Dakota. Þar bjó hann til ársins 1904 en þá fór hann í Vatnabyggð í Saskatchewan ásamt foreldrum sínum og bræðrum. Hann nam land í Wynyardbyggð og bjó á því lengi. Flutti til White Rock í Bresku Kolumbíu.
