ID: 18975
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1888
Fæðingarstaður : Winnipeg
Dánarár : 1952
Baldur Haraldsson fæddist 2. apríl, 1888 í Winnipeg. Dáinn 14. september, 1952 í Manitoba. Dr. Baldur H. Olson vestra.
Maki: 16. apríl, 1916 Sigríður Jónsdóttir
Börn: Þau áttu tvo syni og tvær dætur.
Baldur lauk prófi frá Wesley College í Winnipeg árið 1911 og læknisfræði frá Manitobaháskóla árið 1915. Hann fór í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906 og nam land í Wynyardbyggð, byggði á því kofa og bjó þar einhver ár. Ekki stundaði hann búskap heldur tók að sér kennslu í héraðinu.
