ID: 4806
Fæðingarár : 1826
Dánarár : 1910
Sigurgeir Sigurðsson fæddist á Vatnshóli í Húnavatnssýslu árið 1826. Dáinn á Point Roberts 27. apríl, 1910.
Maki: 1856 Björg Jónsdóttir f. í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu árið 1832, d. 1916 á Point Roberts.
Börn: Þau áttu 14 börn, 8 lifandi árið 1910, þar af fjögur í Vesturheimi: 1. Þórólfur f. 1860 2. Kristján f. 1865 3. Sigurbjörg f. 1869 4. Bent Gestur f. 1872 5. Salómon f. 1880 d. fyrir 1910.
Sigurgeir og Björg fluttu vestur til Winnipeg árið 1887 með syni sína Bent Gest og Salómon. Þaðan lá leiðin vestur að Kyrrahafi þar sem þau ýmist bjuggu hjá börnum sínum í Viktoría á Vancouvereyju eða Point Roberts.
