Henríetta Clausen

ID: 4823
Fæðingarár : 1860
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1930

Henrietta Vilhelmína Clausen fæddist 8. október, 1860 í Gullbringusýslu. Dáin 19. maí, 1930 í Elfros, Saskatchewan.

Maki: 1) Sveinn Guðbjartsson f. í Ísafjarðarsýslu árið 1865, d. í N. Dakota árið 1893.  2) 12. apríl, 1898 Guðlaugur Magnússon f. 21. nóvember, 1848 í Dalasýslu, d. í Nýja Íslandi 25. desember, 1917.

Börn: Með Sveini:  1. Marteinn Friðrik f. 22. október, 1889 2. Karl Victor f. 24. maí, 1891.

Henrietta og Sveinn fluttu vestur til Manitoba árið 1888 og fóru til N. Dakota og bjuggu í Mountain. Þaðan lá leið Henriettu til Nýja Íslands. Síðustu árum sínum eyddi hún í Saskatchewan.