ID: 19338
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1896
Fæðingarstaður : Argylebyggð
Carl Jóhannsson fæddist í Argylebyggð 9. ágúst, 1896. Carl Baldwin vestra.
Maki: Anna Guðbjörg Stefánsdóttir f. í Argylebyggð, dóttir Stefáns Kristjánssonar landnámsmanns og konu hans Matthildar Halldórsdóttur.
Börn: 1. Donna Elvene 2. Benedikt Gerald.
Carl var sonur Jóhanns Baldvins Benediktssonar og konu hans, Guðnýjar Antoníusardóttur. Hann ólst upp í byggðinni en fór svo til náms í Winnipeg. Gekk í kanadíska herinn og barðist í Frakklandi. Eftir heimkomu bjó hann í Glenboro, stundaði landbúnað um skeið í félagi við Jón bróður sinn en senri sér síðan að bílaviðgerðum, vann m.a. hjá Anderson Bros. í bænum og mun seinna hafa stofnað og rekið eigið verkstæði.
