Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Argylebyggð
Hermann Skaftason fæddist í Argylebyggðinni 1. febrúar, 1884. Herman S. Arason vestra. Dáinn á sjúkrahúsi í Rochester í Minnesota 2. febrúar, 1920.
Ókvæntur og barnlaus.
Hermann ólst upp í foreldrahúsum of fór ungur að vinna við verslunarstörf í Glenboro. Hann var virkur í íslenskum félagsskap í héraðinu og tók að sér ýmis ábyrgðastörf m.a. var hann fyrsti foresti Glenboro safnaðar sem stofnaður var árið 1919. Bjó vel í bænum með móður sinni og systur.
