Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1886
Fæðingarstaður : Argylebyggð
Ágúst Skaftason fæddist í Argylebyggð 15. ágúst, 1886 og ólst þar upp. Ágúst S. Arason vestra.
Maki: Aurora Guðný Olgeirsdóttir fædd 22. apríl, 1899 í Argylebyggð, dóttir Olgeirs Friðrikssonar og konu hans Vilborgu Jónsdóttur.
Börn: 1. Anna Emily 2. Hermann 3. Alice Margrét 4. Aurora Lillian
Ágúst var sonur Skafta Arasonar landnámsmanns í Nýja Íslandi og Argylebyggð og konu hans, Önnu Jóhannsdóttur. Hann vann við bú föður síns og eftir að Skafti dó rak hann búið að mestu. Flutti seinna til Glenboro og bjó þar.
