Guðfinnur Jónsson

ID: 4915
Fæðingarár : 1891

Guðfinnur Jónsson fæddist í Ísafjarðarsýslu 8. febrúar, 1891.

Ókvæntur og barnlaus.

Guðfinnur flutti til Vesturheims árið 1910 og settist að í Winnipeg. Þar var hann viðloðandi til ársins 1912, fór þá vestur til Edmonton og þaðan 1914 til Wynyard í Saskatchewan. Eftir stutta herþjónustu 1916-17 settist hann aftur að í Winnipeg og vann við húsamálun. Árin 1920-1923 var hann með búskap í Grunnavatnsbyggð í Manitoba.