ID: 18824
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1896
Fæðingarstaður : Alberta
Páll Bjarni Árnason fæddist 26. maí, 1896 í Dundee í Alberta. Paulson vestra.
Maki: Sigríður Sigurðardóttir
Börn: 1. Emily Aðalbjörg 2. Steinunn Jóhanna. Sigríður átti fyrir dóttur sem Unnur hét.
Páll ólst upp í Glenboro en flutti til Virden í Manitoba árið 1920 þar sem hann stundaði landbúnað um tíu ára skeið. Flutti þaðan árið 1930 til Glenboro og bjó þar. Foreldrar hans voru Árni Jóhannes Pálsson f. 1869 í S. Þingeyjarsýslu og Guðbjörg Eyjólfsdóttir Jónssonar frá Geitadal í S. Múlasýslu. Sigríður var dóttir Sigurðar Árnasonar í Svínadal í Húnavatnssýslu og Jóhönnu Guðmundsdóttur úr Norðurárdal í Mýrasýslu.
