Hávarður Elíasson

ID: 4949
Fæðingarár : 1895
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla

Hávarður Elíasson fæddist í Ísafjarðarsýslu 2. september, 1895.

Maki: 2. október 1949 Agnes Tactkau.

Barnlaus.

Hávarður flutti vestur til Manitoba árið 1904 með foreldrum sínum, Elíasi Elíassyni og Guðrúnu Hávarðardóttur og systkinum. Hann ólst upp hjá þeim í Marshland og Westbourne, gekk í kennaraskóla í Winnipeg einhvern tíma áður en hann hóf störf hjá dagblaðinu, Winnipeg Tribune. Vann við prentun blaðsins þar til hann hætti störfum.