ID: 19614
Fæðingarár : 1840
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1931
Ólafur Jakobsson fæddist í Dalasýslu 27. september, 1840. Dáinn í Manitoba 13. janúar, 1931.
Ókvæntur og barnlaus
Hann flutti vestur árið 1883 og settist að í Hallson í N. Dakota. Flutti þaðan í Mouse River byggð og bjó þar til ársins 1901 en flutti þá norður í Álftárdalsbyggð. Bjó þar lengstum en mun hafa endað í Árborg.
