ID: 4980
Fæðingarár : 1896
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla
Dánarár : 1918
Halldór Tryggvi Kristjánsson fæddist í Ísafjarðarsýslu árið 1896. Dáinn í Winnipeg 18. desember, 1918. Skrifaði sig Johnson vestra.
Ókvæntur og barnlaus
Halldór Tryggvi var sonur Kristjáns Jónssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur á Tirðilmýri á Snæfjallaströnd. Hann fór vestur til Winnipeg í Manitoba, einsamall, árið 1910, áðeins 14 ára. Stefanía Stefánsdóttir frá Staðarhóli í Saurbæ í Dalasýslu tók á móti pilti og annaðist hann. Mun hún hafa boðið honum vestur. Hann þótti einstökum gáfum gæddur, mikill efnispiltur.
