
Ingimundur Eiríksson og Steinunn Jónsdóttir
Ingimundur Eiríksson fæddist á Árnessýslu 30. ágúst, 1864. Dáinn 17. september, 1936 í Saskatchewan. Notaði ættarnafnið Inge í Vesturheimi.
Maki: 24. maí, 1897 Steinunn Jónsdóttir f. 1. apríl, 1874
Börn: Ingibjörg f. 7.ágúst, 1897, d. 18. nóvember, 1916 2. Lilja f. 18. desember, 1898 3. Young Edison f. 5. júní, 1900, d. 20. janúar, 1952 4. Málfríður f. 10. apríl, 1902, d. 9. febrúar, 1953 5. Björg f. 24. ágúst, 1905, d. 16.september, 1928 6. Gróa Engilráð f. 26. júlí, 1907, d. 23. desember, 1927 7. Eiríkur Jónas f. 14. september, 1909, d. 29. mars, 1931 8. Þóranna Guðfinna f. 28. desember, 1912 9. Anna Margrét f. 12. desember, 1914 10. Jóna Kristín Þórunn f. 9. september, 1918.
Ingimundur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886. Flutti fljótlega þaðan í Þingvallabyggð í Saskatchewan og var einn fyrstur landema í Foam Lake byggð árið 1892. Bjó þar alla tíð. Steinunn fór einsömul vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893