Jóhanna K Jónsdóttir

ID: 5014
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Strandasýsla

Jóhanna Kristín Jónsdóttir fæddist í Strandasýslu 30. maí, 1884.

Maki: William Pilkington, kanadískur.

Börn: Upplýsingar vantar.

Jóhanna fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 með föður sínum, Jóni Atla Magnússyni. Samferða þeim var Guðbjörg Hjaltadóttir sem Jón Atli kvæntist í Winnipeg sama ár. Þau settust að nærri Mountain í N. Dakota en fóru þaðan árið 1891 norður í Þingvallabyggð í Saskatchewan og voru þar í þrjú ár. Fluttu þá austur að Manitobavatni og settust þar að í Marshland árið 1902.  Jóhanna var þá 14 ára og einhverjum árum seinna fór hún til Winnipeg og kynntist þar manni sínum. Þau bjuggu árið 1931 í litlu þorpi, Bagot, 130 km vestur af Winnipeg.