Valgerður Einarsdóttir

ID: 5046
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla
Dánarár : 1932

Valgerður Einarsdóttir fæddist árið 1848 í Ísafjarðarsýslu. Dáin í Vatnabyggð í Saskatchewan 29. nóvember, 1932.

Maki: 22. september, 1877 Árni Jónsson f. í Strandasýslu 25. október, 1847, d. í Vatnabyggð í 1. maí, 1930. A. A. Johnson vestra

Börn: 1. Jóhanna Guðbjörg f. 5. maí, 1878 3. Guðrún Margrét, tvíburi f. 5. maí, 1878, drukknaði 16. ágúst, 1880 4. Þorgerður f. 11. október, 1879, d. 30. apríl, 1898 í Brandon 5. Árni Valdimar f. 6. september, 1883 6. Steinn f. 27. maí, 1886, d. 18. febrúar, 1920 í Vatnabyggð. Árni átti son, Jón f. 4. janúar, 1868 með Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli í Staðarsveit.

Árni flutti vestur til Kanada með fjölskylduna árið 1890. Þau fóru til Winnipeg í Manitoba og settust að í Brandon vorið 1891. Árið 1903 fluttu þau vestur að Kyrrahafi og bjuggu í Ballard, úthverfi Seattle í rúmt ár. Fóru þaðan í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905 og settust að nærri Mozart. Bjuggu þar eftir það.