ID: 19505
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1924

Jóhann Sveinsson og fjölskylda Mynd SÍND
Jóhann Sveinsson fæddist í N. Múlasýslu fyrir 1870. Dáinn í Alberta 1924.
Maki: 1883 Steinunn Jasonardóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1867.
Þau eignuðust 15 börn og lifðu 12.
Jóhann mun hafa farið vestur með foreldrum sínum, Sveini Þorsteinssyni og Sigurbjörgu Björnsdóttur og systkinum árið 1876. Þau fóru til Winnipeg í Manitoba og settust að í Nýja Íslandi. Það haust lést Sveinn. Jóhann fór þaðan árið 1880 og settist að suðvestur af þorpinu Pembina. Vorið 1882 leitaði hann vestur og settist að norður af Mountain í Thingvallabyggð. Hann flutti vestur í Markervillebyggð í Alberta árið 1887 og bjó þar vel og lengi. Steinunn fór vestur með foreldrum sínum, Jasoni Þórðarsyni og Önnu Jóhannsdóttur.
