Magnús Brynjólfsson

Vesturfarar

Dómshúsið í Cavalier Mynd CA

Magnús Brynjólfsson fékk góðan undirbúning fyrir lífið í foreldrahúsum því alla tíð naut hann kennslu heima og eins í frumstæðum skólum á frumbýlingsárum í Marklandi í Nova Scotia og á Mountain í N. Dakota.  Árið 1887 var eftir því tekið í byggðinni íslensku í N. Dakota að hann hafði dágott vald á enskri tungu. Það leiddi til þess að hann var ráðinn á lögmannsskrifstofu G. H. Megquier í þorpinu Pembina þar sem gafst tækifæri til að lesa lög. Árið 1888 var hann ráðinn aðstoðarritari við héraðsdóm og var þar í tvö ár. Áfram las hann lög og fékk réttindi lögmanns 9. september, 1889. Haustið 1890 opnaði hann lögmannsstofu í félagi við landa sinn, Daníel Jakob Laxdal í Cavalier. Daníel flutti svo þaðan brott en áfram starfaði þar Magnús og vegnaði afar vel. Hann þótti vanda til sérhvers máls einstaklega vel og leysti flest á farsælan máta. þI riti sínu ,,Saga Íslendinga í N. Dakotaðð segir Þórstína Þorleifsdóttir um Magnús:,,Þeirri er þetta ritar, er í barnsminni framkoma hans á opinberum samkomum, hve mikið glæsimenni hann var og mælsku og atkvæðamikill. Fátækum frumbýlingum var sérstaklega gott að leita til hans, þegar á lá“, og séra Friðrik Bergmann sagði að Magnúsi látnum:,,Einn sá ástsælasti og mætasti úr hópi Vestur-Íslendinga er til grafar er genginn.“