Björn Jónsson var athafnasamur maður í Manitoba á landnámsárum Íslendinga þar. Hann haslaði sér völl við Manitobavatn og nýtti sér það sem náttúran bauð. Jón Jónsson frá Sleðbrjót skrifaði árið 1914 í Almanak Ólafs Þorgeirssonar kafla um íslenskt landnám við vatnið og þar segir um Björn:
,,Björn Mathews, sonur Jóns (Metusalemssonar) var fyrst með föður sínum: byrjaði hann með smáverzlun, en varð að hætta henni, því hann skorti fé sem þurfti til að reka hana. Var hann um tíma (tvö ár) suður í Bandaríkjunum og vann þar ýmsa vinnu: græddist honum við það þekking á ýmsu. Um Björn mætti langt mál rita, því æfisaga hans er svo mikið ofin inn í sögu sveitarinnar, að þær verða varla aðskildar. Hann hefir í mörg ár braskað og oft verið sá langmesti atvinnu-veitandi í bygðinni. Hann hefir verið kaupmaður fyrir sjálfan sig, verzlunarstjóri fyrir aðra (Armstrong Trad.Co.), fiskikaupmaður fyrir Hon. Hugh. Armstrong, sögunarmylnu eigandi með ýmsum o. fl. Ekki hefir Björn átt langan aldur í neinun félagsskap, og eru til þess margar orsakir og er sú ein, að eðli hans er þannig, að um hann má segja eins og séra Rögnv. Pétursson sagði svo heppilega um fornkunningja minn Björn Halldórsson frá Úlfsstöðum, “að hann er meira lundlaginn til að segja fyrir en hlýða”, enda mun sú lyndiseinkunn fylgja flestum þeim er stórhuga eru og aldrei gugna við að gjöra tilraun til að láta hug og hönd fylgjast að. Þráðurinn í æfisögu Björns Mathews er þessi: Árið 1899 fluttist hann í Birch Island (Birkieyju) og byrjaði þar búskap, stundaði mest fjárrækt og fiskiveiði, og aflaði sér mikilla peninga með hvorutveggja. Bú hafði hann þar þangað til árið 1908 að hann flutti alfarinn til lands og nam land við hliðina á föður sínum og bræðrum á Siglunesi. Hefir hann bygt þar steinhús tvílyft, um 6o fet á lengd og um 30 fet á breidd, og ekkert til sparað að vanda það sem bezt. Er í því gufuhitun. Hefi eg heyrt í ýmsa víðförla menn segja, að þeir hafi á engu einu heimilisréttarlandi séð jafn dýra og stórkostlega byggingu.
Eftir að Björn hafði verið tvö ár í “eynni” byrjaði hann verzlun í “landi” hjá föður sínun , en hætti henni aftur eftir fá ár, því hann var þá um of búinn að festa fé sitt í lánun, til þess að geta rekið verzlunina. Galt hann góðviljans, eins og margan hefir hent. Nokkru síðar keypti hann sögunarmylnu í félagi við enskan mann, Mat. Hall, stórbónda við Westbourne ; eftir tvö eða þrjú ár gekk Mat. Hall úr félaginu; keypti þá hans hlut Ásmundur Freeman frá Bluff, vestan við Narrows; settu þeir Björn og hann sögunarmylnu niður á Siglunesi, þar sem Björn býr nú. Að ári liðnu seldi Ásmundur sinn hluta og keypti af honum Gyðingafélag, sem aðsetur hefur í Winnipeg og á Oak Point (Lake Manitoba Trad. Co.); settu þeir upp verzlun við Siglunes, settu gufubát á vatnið, er gekk milli Oak Point og Sigluness og dró að þeim sögunarvið vestan frá Crane River (norðvestan til við Manitobavatn) og víðar frá þar um slóðir. Eftir eitt eða tvö ár slitu þeir Gyðingarnir félagi við Björn og skiftu eignunum. Fékk Björn í sinn hlut búðina á Siglunesi og sögunarmylnuna með öllum áhöldum. En hinir gutubátinn og timburleifar o. fl. Skömmu eftir að þau skifti voru gjörð brann sögunarmylnan til kaldra kola, og urðu flest áhöldin nær ónýt. Nam sá skaði svo þúsundum doll. skifti, því alt var óvátrygt. Þegar hér var komið seldi Björn búðina Armstrong Trad. Co., og gjörðist verzlunarstjóri fyrir það félag á Siglunesi; hélt hann þeim starfa þar til í vor, að hann sagði stöðunni lausri. Björn hefir, eins og áður er getið, veitt mörgum atvinnu, bæði við sögunarstarfið, fiskiveiðar o. fl., og hefir það hjálpað ýmsum frumbyggjum hér áfram um stund. Af því sögunarmylnan var hér og timbur fáanlegt í sveitinni af öllum tegundum, þá eru í þessari sveit fleiri vel bygð íbúðarhús en í flestum sveitum öðrum á líku reki. Björn kvongaðist 22. júlí, I898 Guðrúnu Guðmundsdóttur Lundal ; eiga þau 5 börn : Otto Wathne, Sigurð Jón, Guðmund, Margréti og Aðalbjörgu.—Björn er að eðlisfari greindur maður, glaðlyndur og ör í orði ; höfðingi í lund og allra manna hjálpsamastur, og hefir því oft aflað sér margra vina. Hann hefir látið einn sona sinn heita eftir norsk-íslenzku hetjunni Otto Wathne, og ætla eg að stórhugur Wathnes hafi haft nokkur áhrif á framsóknarhug þann, er Björn hefir í hvívetna sýnt. En eftir á hann að leysa þann hnútinn, sem Wathne leysti, og það er að verða stórefnmaõur, en byrja félaus. Flestir þeir, er þekkja Björn, munu unna honum þess að honum takist að leysa þann hnút, því þrát fyrir sundurleitar skoðanir, mun hann eiga talsverð hlý ítök í huga flestra þeirra, er hann hefir haft viskifti við.“