
Fremsta röð: Jón Ólafur, Þorsteinn, Ásgeir, Emil. Miðröð Elín, Lára, Soffía, Jón, Laufey. Aftast: Einar, Helga, William, George, Daníel, Þóra, Franklín og Bertha. Mynd WtW
Jón Jónsson fæddist í Húnavatnssýslu 12. október, 1873. Dáinn í Lundarbyggð árið 1963.
Maki: 31. október, 1895 Soffía Jónsdóttir f. í Ísafjarðarsýslu árið 1877, d. 1948.
Börn: 1. Jón Ólafur (Oliver) 2. Þorsteinn (Thorstein) 3. Ásgeir 4. Daníel 5. William 6. Franklin 7. George 8. John 9. Emil 10. Einar 11. Laura 12. Helga 13. Elín f. 1909 14. Bertha 15. Laufey 16. Þóra (Thora).
Jón fór vestur til Ontario í Kanada með foreldrum sínum, Jóni Jónadabssyni og Ingibjörgu Tómasdóttur árið 1874. Fylgdi þeim til Nýja Íslands, N. Dakota og loks í Lundarbyggð árið 1891. Nam þar land og hóf búskap. Þau hjón opnuðu verslun og ráku til ársins 1914. Bjuggu þar alla tíð.
