Séra Jón Bjarnason

Vesturfarar

Þegar séra Jón Bjarnason féll frá í Winnipeg árið 1914 leið ekki langur tími þar til ákveðið var að minnast hans með útgáfu veglegs minningarrits. Leitað var til fjölmargra samstarfsmanna hans og vina sem allir brugðust vel við. Hér að neðan fylgja kaflar úr sögu þessa merka klerks sem svo lengi starfaði vestanhafs. Fyrst birtum við valda kafla úr grein eftir séra Runólf Marteinsson.

Æfisaga séra Jóns Bjarnasonar
Fram að hádegi
1845 – 1880
eftir séra Runólf Marteinsson

,,Ein hinna miklu lista mannanna er myndagjörð. Nytsemd einkennir þá list engu síður en fegurð. Má vera, jafnvel, að sum myndagjörð krefist alls engrar viðurkenningar fyrir fegurð. Má vera jafnvel, að sum myndagjörð krefjist engrar viðurkenningar fyrir fegurð. Margar myndir gjöra tilkall til þess eins, að vera sannar; en hirða ekkert um aðra list. En ef myndirnar aðeins eru sannar, eru þær ábyggilegrar heimildir og þess vegna  nytsamar, séu þær af því, sem vert er að geyma.                                                                                                                                                                                                                      Í þessu broti af æfisögu séra Jóns Bjarnasonar vil eg leitast við að sýna nokkrar látlausar myndir af honum á því skeiði æfi hans, sem nær fram undir hádegisbilið. Eg tel séra Jón fullþroskaðan  mann, þcgar hann sezt að í Seyðisfirði, og þess vegna þá komið hádegi á æfi hans. En það eru að eins  myndir af honum, ekki dómar um hann. Þeir tilheyra seinni tímum. Sannarlega er það ómaksins vert, að safna sem flestum myndum af þeim manni, sem var einn hinn einkennilegasti og frumlegasti maður, er uppi var meðal Íslendinga á nítjándu öldinni og fyrsta broti hinnar tuttugustu. Og þetta verður að gjörast án tafar, meðan fjöldi þeirra manna er lifandi, sem muna eftir honum, voru samverkamenn  hans, eða hafa frá einhverju markverðu að segja í sambandi við hann, sem þeir sjálfir sáu eða heyrðu. Með þetta í huga legg eg fram þær fáu myndir, sem eg hefi safnað af þessum hluta æfi séra Jóns.                                                                                                                                                                                                                                                                              Jón Bjarnason fæddist að Þvottá 15. nóvember, árið 1845. Tvo aðra drengi eignuðust þau Bjarni og Rósa (Bjarni Sveinsson og Rósa Brynjólfsdóttir, foreldrar séra Jóns). Annar þeirra dó ungur, en hinn, Sveinn að nafni, varð síðar bóndi að Volaseli í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu. Var hann aðal-félagi séra Jóns í æsku, og honum unni hann hugástum. Árið 1847, þegar Jón var á þriðja árinu, flutti öll fjölskyldan suður að  Kálfafell í Fljótshverfi  í Vestur-Skaftafellssýslu. Til þess brauðs hafði  faðir hans þá verið vígður. Var sú leið bæði  löng og torsótt: yfir jökulár að  fara; sumstaðar þurfti jafnvel að ganga uppi á jöklinum sjálfum, en engin stórvötn voru þá brúuð ; að flytja sig þá leið með ungbörn og búslóð alla, var ekki nein sæld. Samt komust þau klakklaust að Kálfafelli og voru þar í fimm ár. Þaðan voru fyrstu endurminningar séra Jóns.  Árið 1852 fluttu þau að Þingmúla í Skriðdal í Suður-Múlasýslu. Hafði séra Bjarni fengið þar brauð. Þar var Jón á því skeiði, er mannssálin verrur fyrir einna varanlegustum  áhrifum. Frá þeim árum veraða endurminningarnar ógleymanlegastar. Hann hefir verið á áttunda ári, er hann kom þangað og á átjánda ári, er hann fór þaðan, og er engin furða þó honum þætti vænt um þann stað. Þar fór hin unga sál hans fyrst að hreyfa vængi sína; þar fór hann að meta Passíu-sálmana svo að hann af eigin hvöt fór að læra heila sálma utanbókar;  þar tók hann að lesa fornsögurnar; þar var hann búinn undir latínuskólanám; þaðan fór hann fyrst í skóla og þar varð hann fyrir þeirri sorg að missa móður sína, árið 1856.   

Séra Jón í Latínuskólanum í Reykjavík Mynd Mr.

Latínuskólinn:  Haustið 1861 fór Jón í latínuskólann í Reykjavík, þá tæpra 16 ára gamall. Svo ungur maður, með mjög næmar tilfinningar, sterka mentalöngun  og góðar gáfur, hrifinn burt úr kyrlátu sveitalífi og kominn í æðra  skólalíf á  höfuðbóli íslenzkra menta, varð sjálfsagður til þess að verða fyrir sterkum áhrifum. Mikilsvert tímabil var því fyrir hendi : latínuskólalífið hans alt, og svo veran á prestaskólanum eitt hið örlagaþrungnasta á allri æfinni, áhrifamikið engu síður fyrir það, að  mentalífið í heild sinni í Reykjavík var ekki að öllu leyti að hans skapi. Á þessu tímabili mótaðist sálarlíf hans og myndaðist lífsstefna, bæði af því, sem vakti aðdáun hans og eins af því, sem sál hans reis öndverð gegn, svo við lok þess tímabils eru komin í ljós mörg þau einkenni, sem hann bar til dauðadags. Svo vel ber undir, að til er lýsing á sálarlífi hans á þessu tímabili, eftir hann  sjálfan, nákvæmari en frá nokkrum öðrum hluta æfi hans. Þá lýsing er að finna í“Apologia pro vita sua“, og setjum vér hér nokkurn hluta þess þáttar ritgjörðarinnar, er um það fjallar: ,,Fyrir talsverðum vonbrigðum  varð eg, er eg var í skólann kominn. Nemendur í Reykjavíkur-skóla voru með langfæsta móti, sem þeir hafa nokkurn tíma verið, um það leyti, er eg kom þangað  — að eins rúmlega  þrjátíu. Það  hefði nú ekki  þurft  að vera neinn óhagur fyrir þann, er inn í hópinn kom, heldur öllu fremur  hið  gagnstæða. En andinn, sem helzt virtist ráða meðal lærisveina þeirra, er fyrir voru, fanst mér  rangsnúinn  og  kuldalegur.  Seinna  sannfærðist  eg þó um að frá þessu voru undantekningar.  Hinn öfugi og kuldalegi andi birtist meðal annars í því, að það þótti enginn heiður í því að vera undirbúinn  og  ástundunarsamur við skólanámið, heldur öllu fremur vanheiður. Reyndar  varð það skólasveinum til frægðar í þeirra hóp, ef þeim tókst  að svara vel og fljótt spurningum þeim, er kennarar lögðu fyrir þá, langhelzt þó, ef þeim tókst þetta nálega fyrirhafnarlaust, eða án nokkurs verulegs undirbúnings;  því að slíkt bar samkvæmt almenningsáliti vott um frábærar gáfur. Hitt dró úr frœgðinni  stórvægilega, ef vitanlegt þótti, að legið hefði verið yfir lexíunum fyrirsetttu. Það lá við,  að þessi hugsunarháttur í skólanum yrði mér ofurefli; hann varð mér fyrst til kvalar, en seinna leiddist eg út af honum í freistni. Eg sýktist að nokkru af  ólyfjani því, er lá í loftinu. Eg leitaðist við að komast hjá háðung fyrir það að vera talinn iðinn. Skólameistarinn  (Bjarni Jónsson) virti það jafnan við mig, að eg hafði svo góðan undirbúning í latínu og grísku áður en eg kom í skóla, og var mćr frábærlega góður; en hjá skólabræðrum mínum galt eg þess fremur en naut. Vel varð mér til nærri því allra kennara minna. Og þó lærði eg fremur lítið af þeim flestum, eða lítið sem við mig loddi  ásíðan eða hafði á mig veruleg áhrif fyrir lífið fram undan. Helzt græddi eg á fræðslu þeirri, sem mér hlotnaðist í íslenzku, einkum þó utan kenslustunda í skólanum, af samtali við Jón Þorláksson, sem seinna varð skólastjóri, því á heimili hans var eg á fæði alla skólatíð mína. Í forntungunum suðrænu tók eg tiltölulega litlum framförum í samanburði við það sem eg kunni áður en eg kom í skólann. Og merkilegt finst  mér  það, að nálega alt, sem eg í heimahúsum las með leiðbeining föður míns í þeim fræðum, lifir enn í huga mínum, en meginið af lexíunum í skólanum hefir mér fyrir löngu gleymst. Þá var það og ömurlegt við vistina  í lærða skólanum í Reykjavík, að kristindómsins gætti þar nálega ekki eða neins, sem nefna mætti trúarlíf. Þó voru þar einskonar bænahöld fyrirskipuð, einnig kirkjuganga á tilsettum tíðum, en það hvorttveggja var lítið annað en dauður helgisiður, sem flestir virtust taka þátt í aðeins til málamyndar af því það var fyrirskipað. Veik var sennilega trú allra áður en þeir komu í skólann, en í skólanum var miku líklegra að hún biði bana en að hún glæddist. Hvernig gat það öðru vísi verið, þar sem leibtogar hinna ungu manna í mentunar-áttina, kennararnir , þektu augsýnilega svo lítið til lifandi kristindórms, og sumir vitanlega með öllu trúlausir? Eini kennarinn í skólanum, meðan eg dvaldi þar, sem nokkur áhrif hafði, á lærisveina í trúarefnum, eða að minsta kosti á mig, var Jens Sigurðsson, er og seinna um hríð veitti skólanum forstöðu, enda hafði hann þar um langa tíð á hendi aðal-kensluna í kristnum fræðum. En slík áhrif komu miklu fremur frá hinni alvörugefnu og virðulegu persónu þess manns en af guðfræði-lexíum þeim, er hann var  að kenna. Þótt svo héti, að eg hefði góðan framgang eða jafnvel ágætan í skólanum, varð þó lítið um það, að eg bæri hlýjan hug til mentastofnunar þeirrar. Andinn þar var svo ömurlega kaldur, og um það fékk eg snemma hugboð,  að  eitthvað  væri að öðru öfugt við mentastefnuna alla, er þar réð. Og fanst mér eg vera einmana og nokkurs konar utanveltumaður.“

Vígsla: Að prestaskólanáminu loknu, vorið 1869, tók hann nálega tafarlaust  prestvígslu, þá á 24. aldursári, og varð aðstoðarprestur hjá föður sínum, sem þá nokkrum árum áður hafði flutt að  Stafafelli  í Lóni og um það leyti var bilaður á heilsu. En prestsskapartíð hans í það skifti varð aðeins hér um bil árstími. Var þá heilsa föuur hans orðin svo góð, að hann þurfti hans ekki lengur við. Hvarf  hann  aftur  til Reykjavíkur, og 15. nóv. árið 1870 kvæntist hann Láru dóttur Péturs  Guðjohnsen og  konu hans Guðrúnar Sigríðar (f. Knudsen). Var Pétur hinn mesti myndarmaður, faðir íslenzkrar söngfræði í nútíðinni, og þrátt fyrir fátækt, sem leiddi af því, hvað barnahópurinn var stór (15), var heimili þeirra ein hin fegursta fyrirmynd í Reykjavík. Lára var elzt syskina sinna, ágætum hæfileikum gædd, hafði fengið góða mentun, var meðal annars prýðis vel að sér í söngfræði. Þrek og þekkingu, dugnað og sparsemi hafði hún eignast í heimilislífinu fyrir tilsögn góðra foreldra og fyrir hennar eigin góðu, einlægu viðleitni að veita foreldrum sínum alla þá hjálp, sem henni var unt, enda komu allir þessir eiginleikar hennar að góðu haldi í lífsstarfi því, sem fyrir henni lá.

Lára Guðjohnsen Mynd Mr.

Næstu þrjú árin voru þau hjónin í Reykjavík og vann hann fyrir sér með kenslu. Efnin voru sama sem engin og mikið lagði hann á sig við kenslustarfið. Stundaði hann tímakenslu í Latínuskólanum og barnaskólanum og þess utan veitti hann einstaklingum tilsögn. Kom það jafnvel fyrir að hann vann 11 stundir á dag. En bráðabirgðar starf var þetta, og að sjálfsögðu var hann að leita fyrir sér með fasta stöðu. Víst tvisvar á þessu tímabili sótti hann um prestakall, en fékk ekki, enda átti leiðin að liggja annað.

Vesturheimur – Framandi kirkjufélög: Árið 1873 fóru þau hjónin fyrir alvöru að hugsa um það að flytja vestur um haf. Var það meðal annars út af bréfum frá Páli Þorlákssyni, ungum og efnilegum  guðfræðingi, sem þá var kominn vestur, og nokkru síðar varð þar prestur. Var hann góðkuilningi séra Jóns frá skólaárum hans í Reykjavík og náfrændi frú Láru.  Hafði séra Jón víst nokkra trygging fyrir því, að hann gæti fengið prestlega stöðu hjá Norðmönnum, sem þá voru í stórum hópum að fytja til Bandaríkjanna. Var því vesturför fullráðin. Þau lögðu á stað  frá Reykjavík 5. september, 1873 og lentu í Quebec 27. s. m., og fóru þaðan samstundis til Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum. Þar stóðu þau við nokkra daga hjá nýkomnum löndum þeirra, en héldu svo áfram til St. Louis í Missouri-ríkinu. Þar hittu þau Pál Þorláksson, sem þá stundaði nám við prestaskóla Missouri- sýnódunnar þýzku og  lútersku (Concordia Seminary) . Þangað sendi hin norska lúterska  sýnóda, þá prestaefni sín. Kom það til orða, að séra Jón gengi eitthvað á þenna prestaskóla, en varð þó ekki af. Í þess stað var honum bent á það af  stjórnarráði þess félags, að koma norður til Decorah í norðaustur hluta Iowa-ríkis, þar sem það hafði þá stofnað latínuskóla, og var Decorah um þær mundir nokkurskonar kirkjulegt höfuðból Norðmanna í Ameríku. Í þessum bæ átti að standa fundur stjórnrráðs og presta kirkjufélagsins, rétt eftir nýár næsta og var óskað eftir séra Jóni til viðtals, með því augnamiði, að hann tæki við prestslegu starfi innan félagsins. Eftir þriggja vikna dvöl í St.Louis, lögðu þau hjónin á stað, í 0któberlok með  gufulest, norður eftir Mississippi-fljótinu, áleiðis til Decorah, en seinasta áfangann fóru þau á járnbraut. Koren prestur, einn af leitogum Norsku sýnódunnar, lét sækja þau á vagnstöðina. Fengu þau hina beztu viðtökur í húsi Korens. Nú fór smátt og smátt að opnast fyrir séra Jóni nýr  heimur. Hvarvetna blasti við honum fjörugt, starfsamt kirkjulíf, með sterkum áhuga, mikilli skoðanafestu og víðtæku félagslegu starfi. Þetta var hin frjálsa kirkja, óháð böndum  ríkisins. Þessi nýi heimur vakti undrun hans og aðdáun, þó brátt kæmi í ljós, að hann átti ekki í öllum atriðum andlega samleið með þeim mönnum, sem réðu stefnunni í þessari sérstöku deild lútersku kirkjunnar.  Skal þess hér getið að Missouri-sýnódan þýzka var ötulust allra lúterskra kirkjufélaga í þessari heimsálfu, en um leið hin þröngsýnasta, og hafði Norska sýnódan tekið þýzka félagið sér til fyrirmyndar og var mjög undir áhrifum þess um þær mundir. Í samtali við Koren prest og marga fleiri presta Norsku sýnódunnar kom brátt í ljós skoðanamunur milli séra Jóns og þeirra. Örðugt er að gjöra grein fyrir þeim ágreiningi, en með einu orði má segja, að séra Jóni fanst íhaldssemi beirra ganga fram úr hófi. Þeir vörðu þrælahaldið með Missouri-mönnum, staðhæfðu að óskírð börn og heiðingjar, þó þeir hefðu aldrei haft tækifæri til að heyra Guðs orð, lentu í eilífri glötun. Ekkert af þessu gat séra Jón fallist á, og margt fleira líkt þessu bar á milli. Oft voru harðar rimmur og barðist séra Jón djarft fyrir skoðun sinni og dró enga dul á meiningu sína. Stuttan tíma aðstoðaði hann Koren prest, en samkomulag gat ekki orðið, og prestsstöðu tók hann aldrei í Norsku Sýnódunni. Samt létu norsku prsetarnir í ljós þá von, að þessi ,,misskilningur“ hjá séra Jóni myndi hverfa þegar þeir kyntust betur.“

Próf. Rasmus B. Anderson

Framtíðin-óvissa: Á prestafundinum í janúar, 1874, sem áður er getið, var það samþykkt að bjóða séra Jóni kenslustarf við latínuskóla norsku sýnódunnar þar í  bænum (Decorah) . Hafði hann þegar frá byrjun veru sinnar þar verið að kenna tveimur drengjum Korens prests. Hefir það atriði eflaust stutt að því, að honum var boðin þessi kennarastaða. Tók séra Jón þessu boði fegins hendi, kendi þar latínu, grísku, landafræði og ýmislegt fleira. Brátt  komst það orð á, að þar hefði skólinn fengið dugandi kennara. Um vorið var hann ráðinn kennari næsta vetur. Komst hann þá að því, að sérstakt próf hafði verið haldið yfir lærisveinum hans, og að um veturinn, þegar hann tók við, hafði bekknum verið skift í tvent, að kennarinn, sem fyrir var haf’i tekið efnilegustu piltana og kent þeim, en látið séra Jóni eftir  þá, sem voru síður að sér. Þrátt fyrir þetta  reyndist við prófið um vorið, að lærisveinar séra Jóns voru hinum fremri. Voru þessi úrslit   mikið  fagnaðarefni fyrir þau hjónin. Þegar skóla var sagt upp um vorið ferðuðust þau norður til Milwaukee, til að  hitta landa sína,  og voru þau þar í sumarleyfinu. Var brátt komið á fundi meðal Íslendinga þar, til að ræða um stofnun íslenzkrar nýlendu í Wisconsin-ríkinu, en sú tillaga var feld; en sami fundur afréð, að stofna til hátíða- halds 2. ágúst, í minningu um þúsund ára bygging Íslands, og með því móti taka þátt í hinni miklu þjóðhátíð Íslendinga. (Sjá frásögn af fyrstu íslensku þjóðminningarathöfninni) Í miðjum ág. (1S74) fóru þau hjónin aftur, eins og til stóð, til Decorah. Á leiðinni þangað hitti séra Jón, í járnbrautarlest, próf. Anderson. Leiddi það brátt til kunningsskapar og síðar til samvinnu. Í Decorah voru þau  þennan vetur og leið hann með friði og spekt. Þó nokkrar andlegar skilmingar ætti sér stundum stað milli séra Jóns og hinna norsku presta í sambandi við  ýmsar skoðanir; varð út af því alls engin misklíð. Hið bezta samlvndi ríkti, og allir voru ánægðir með hann sem kennara. Þetta reyndist því miög ánægjulegur vetur. Þrátt fyrir það leitaði hann þó burt þaðan. Þar hefði hann þó getað verið við þægileg lífskjör. Hann hefði getað átt þar fasta framtíðarstöðu. En ef til vill hefir honum fundist hann þarna um of skorðaður; hugur hans leitaði út á við. Ennfremur hafa áhrif frá próf. Anderson  átt einhvern þátt í því, að draga hug hans að öðrum störfum. Snemma í júlí 1875, kvöddu þau hjónin hinn fagra Decorah-bæ og hina mörgu góðu vini sína þar. Fóru þau fyrst til próf. Andersonar í Madison og dvöldu þar um hríð. Þann tíma allan vann séra Jón að bókmentalegum störfum með próf. Anderson. Þýddi hann þá á ensku sögu Friðþjófs frækna og Þorsteins sögu Víkingssonar. Voru þær gefnar út undir  nafninu “Viking Tales”. Var sú bók að því nær öllu leyti verk séra Jóns, þó próf. Anderson væri með honum talinn höfundur hennar. Um haustið útvegaði próf. Anderson honum atvinnu við blaðið “Skandinaven” í Chicago og þegar eftir nýár, 1876, byrjaði hann á því starfi. Var hann þar 6 vikur og féll mjög illa, margvíleg óregla á skrifstofunni, umhverfi þar alt honum ógeðfelt, langir vinnutímar, jafnvel vökunætur við blaðstörf, laun mjög lítil, og margt öðru vísi en hann hafði búist við, sumt jafnvel þvert ofan í það, sem um hafði verið samið. Sagði hann því upp vinnunni við “Skandinaven” án þess að hafa nokkra aðra atvinnu vísa. Sneri hann sér þá að ritstjóra blaðsins, “Heimdal”,  Halevard Hande, sem hann hafði kynst á þessum 6 vikna tíma, og bað hann leggja sér ráð.  Hann  benti  honum á að skrifa til blaðsins “Budstikken” í Minneapolis og bjóða sig þar fram sem ritstjóra. Þetta gjörði hann, og eftir fáa daga kom hraðskeyti þess efnis, að hann væri þegar ráðinn ritstjóri blaðsins. Skömmu síðar kom bréf með  frekari  skýringum ; skyldi kaupið vera $900 á ári til að byrja með og þótti það gott á þeim tímum.

Ritstjóri-Andastefna: Hinn 4. marz komu þau hjónin til Minneapolis, og fór séra Jón þegar á fund  blaðeigendanna Johnson og Geddè. Féll honum einstaklega vel við þá. Johnson var sérstaklega þýður og viðfeldinn maður og varð samvinnan við hann og aðra starfsmenn blaðsins hin æskilegasta. Var séra Jón einkar ánægður með starf sitt, enda fórst honum það prýðis vel. Kaupendum fór fjölgandi og mörg vottorð bárust honum, bæði munnlega og brćflega, að mönnum líkaði vel blaðið. Hann hafòi því aftur fengið stöðu, sem honum var geðfeld, og flutti þeim hjónum báðum vellíðan. Sýnist því suuum ef til vill að velhefði mátt við una. Að öðru leyti höfum vér ekki nægileg skilríki fyrir hendi til að dæma um starf hans, meðan hann var ritstjóri blaðsins. Af bréfi, sem hann reit Norðan-fara rétt eftir að hann tók við blaðstjórninni er víst, að hann gjörði sér far um að kynnast  pólitískum málun í Bandaríkjunum, en að hann hafi ekki verið fastbundinn neinum  stjórnmálaflokki.  Eitthvað úr Budstikken frá því tímabili var þýtt á íslenzku og birt í  Norðanfara. En bezta hugmynd um andastefnu hans á þessu tímabili fáum vér af bréfi, sem hann reit Norðanfara frá Minneapolis 30. marz, 1877. Birtist þar fjörugur og fjölhæfur andi. Kennir þar margra þeirra einkenna, sem síðar  urðu svo sterk. Fylgist hann með málum í Ameríku, á Íslandi og í skandinavisku löndunum með brennandi áhuga. Er þar hvöss ádeila á þjóðarmein Íslands og mörg leiftrandi orð.   “Alțingi þarf að setja laglega í gapastokkinn” vegna þess það  sýni enga  viðleitni til að minka skattabyrði alþýðu. Alþingismennirnir sumir “drekka og drabba fyrir þrjá dali um daginn”. “Aðalgallinn á öllu heima í stjórnarefnum er það, að embættislýðurinn er aldrei skoðaður sem verandi  í þjónustu fólksins, heldur eru þar gjörð hausavíxl, svo að ‘háyfirvaldið’ breytir svo, sem lýðurinn sé fyrir sig gjörður”. Um frelsisfundina suma á Íslandi segir hann að “alt lífið kafni í brennivíni”. Um kirkjuna segir hann að sumir “drykkuslark-arar og ólifnaðarmenn” séu “með virktum vígðir til kirkjulegra  leiðtoga  lýðsins”. Álítur hann að það þurfi að komast á frjáls safnaðarkirkja á Íslandi”, annars verði þar aldrei líf, enda segir hann, að þa sé auðsjáanlega stefna tímans, að ríki og kirkja aðskiljist með öllu”.  Ekki er erfitt  að finna séra Jóns  keiminn í þessu, og má segja, að fyrst í þessu bréfi komi hann fram fyrir íslenzkan almenning. Sá séra Jón, sem allir Íslendingar lærðu síðar að þekkja. Margt annað markvert er í þessu bréfi, meðal annars það, sem hann segir um mentamálin á  Íslandi, ekki sízt það, að próf í skóla eigi fremur að sýna hve vel lærisveinninn hafi hagnýtt sér kunnáttu sína heldur en það, að hann hafi lært það, sem honum var sett fvrir.  Í sambandi við Möðruvallaskólann, sem þá var í orði að stofna, segir  hann : “Yrði Möðruvallaskólinn stofnaður í nokkurnveginn skynsamlegu formi, þá hefi eg verið að hugsa um að bjóða mig fram til að stýra honum, og er það hugsanlegt, að eg gjöri það enn, ef svo skyldi reynast. En eg veit náttúrlega ekki hvort eg er sá maður, sem  stjórnin vildi hafa til  þess starfa, þó þar til kæmi. Hinsvegar er mér engin launung á því, að eg vildi feginn vinna að því, að ýta upplýsing alþýðu heima dálítið upp, ef tækifæri byðist. Annars er mér vel borgið þar sem eg er,  og  hér  hefir  maòur leyfi til að tala án þess að búast við málsóknum ef sannleikur er sagður“. Aldrei varð af því, að hann sækti um þessa stöðu. Það átti fyrir honum að liggja að hverfa til annara stöðva. Áður en lengra er farið er samt vert að geta þess, að meðan hann átti heima í Minneapolis, samdi hann ritgjörðir tvær eða fleiri, á ensku máli, sem birtust í tímaritinu “Harper’s Weekly”.

Nýja Ísland – Áskorun: Hinn 6. dag Júlí-mánaðar sama árs, tókst séra Jón ferð á hendur norður til Nýja Íslands. Var það eftir sterkri áskorun frá mönnum þar norður frá og var förin hafin með tilliti til þess, að hann, ef til vill, settist þar að sem prestur. Í bréfi, sem einhver Íslendingur á Gimli skrifar þaðan 14. Jan. 1876 og birtist í Norðanfara í Júní það ár, er þess getið, að Íslendingar hafi kosið fimm menn í bæjarstjórn og “að strax og búið var að  kjósa bæjarstjórnina var hún beðin að vera í útvegun um prest handa okkur í vor og gjörð uppástunga um, að það yrði séra Jón Bjarnason. Er það víst sameiginlegur vilji allra að þessu verði framgengt”. Um þrjár vikur var séra Jón í þessari ferð, og út af komu hans var haldinn fundur að Gimli 31. ág. Voru þar mættir fulltrúar fyrir hönd þeirra safnaða eða hópa fólks í Nýja Íslandi, sem vildu fá hann fyrir prest. Þessi fundur sendi honum köllunarbréf til að gjörast fastur prestur. Töldu þeir 130 heimilisfeður eða 650 sálir í þeim hópi, er var að kveðja hann til kennimannlegs starfs. Af bréfi, sem hann reit Norðanfara  það haust, sjáum vér, að honum hefir litist vel á nýlenduna, þótt hann á hinn bóginn hefði opiò auga fyrir þeim annmörkum, sem þar voru á. Mest mælir það með nýlendusvæðinu í huga hans, að íslenzkt þjóðerni gæti átt þar vermireit. Leiddi svo þessi norðurför til þess, að hann sagði af sér ritstjórastöðunni við Budstikken og afréð að gjörast prestur í Nýja Íslandi. Hinn 18. Okt. það haust (1877) kvaddi séra Jón Budstikken.  Þótti útgefendunum fyrir að missa hann, buðu honum launahækkun og vildu með  öllu móti fá hann til að  vera kyrran. En ekki tjáði að letja hann, þótt hann væri að yfirgefa þægileg lífskjör, en fyrir framan væri eyðimörk frum-býlingslífsins. Skyldan kallaði á hann. Honum fanst Guð vera að kalla sig aftur inn í starf kirkjunnar. Þeirri köllun mátti hann meò engu móti bregðast,  hvað sem á móti mælti.                                                                                                                                                    Með trega kvöddu þau hjónin Minneapolis. Þar hafði þeim liðið vel, “aldrei fyr né síðar í jarðnesku tilliti betur og aldrei jafn vel”. Þá 19 mánuði, sem þau dvöldu þar höfðu þau eignast fjölda vina, einkum meðal Norðmanna. Þrátt fyrir ærið starf hafði þessi Minneapolis dvöl verið verulegur sólskinsblettur, og því ekki að furða, að það hafði sársauka nokkurn í för með sér aò slíta tengslin. Með þeirri skilnaðarstund féll tjaldið á einn þátt af æfi séra Jóns. Algörlega nýtt tímabil var fyrir hendi, ólíkt bví, sem hann áður hafði reynt. Fram að þessum tíma, frá því er hann var vaxinn, hafði hann umgengist mentafólk, stundað nám, kent, verið við ritstörf og notið þeirra þæginda, sem menningin veitti. Fyrir framan var fátæktin og forin í  Nýja Íslandi.     

Úr öryggi í óvissu:Ferðin frá Minneapolis norður til Nýja Íslands er viðeigandi inngangur að hinum nýja æfikafla þeirra hjóna. Ferðast var með             járnbraut norðvestur til Fisher’s Landing við Rauðá (þar sem bærinn Grand Forks nú stendur). Eftir því sem lengra leið frá Minneapolis varð bygðin, að sjá frá járnbrautinni, strjálli, og um síðir sást ekki hús nema á einstaka stað. Í Fisher’s landing (Fisher í dag) var stigið á skipsfjöl, en heila viku tók það að ferðast á þessu gufuskipi eftir Rauðá norður til Winnipeg. Var það mest vörulutningur, sem tafði, því víða þurfti að stanza til aõ taka vörur eða skipa upp. Hinn 28. Október komu þau til Winnipeg. Þar hittu þau hjónin allmarga Íslendinga og flutti séra Jón þar guðsþjónustu sama dag í húsi Jóns Þórðarsonar. Nokkra daga urðu þau svo að bíða eftir farangri sínum ; en veður var þessa daga indælt, svo ekki virtist ástæða til að kvíða neinu. Hinn 2. Nóv. héldu þau á stað frá Winnipeg eftir Rauðá, ekki á gufuskipi, heldur einum þeirra flatbotnuðu báta, er Íslendingar kölluðu “dalla”. Tók nú veður nokkuð að kólna. Um kvöldið var lent og hugðist fólkið á bátnum að hafa náttstað uppi á árbakkanum. Var því fyrst kynt bál og svo farið að búa um sig til að nátta þar. Kom þá kynblendingur, sem bjó þar skamt frá og bauð þeim gistingu í húsi sínu og var það þegið með þökkum. Næsta dag var haldið áfram, en þá var veður svo farið að kólna, að áin tók að frjósa undir kvöld og varð að brjóta ísinn fyrir bátnum. Varð með naumindum komist til Lower Fort Garry  (þá  kallað  Stone Fort) og er það ekki lengra en 20 mílur frá Winnipeg. Var nú fyrirséð að ekki yrði komist lengra eftir ánni og var því farangur allur borinn upp  í þetta  litla, víggirta þorp. Þar var látið fyrirberast um nóttina, urðu allir að liggja á gólfi í útihúsi, en fengu nógan hita. Næsta morgun var áin al-lögð og varð nú að hugsa upp einhver ráð til að ferðast á landi. Hestar og vagnar voru leigðir og lagt af stað með fólk og sumt af hinu allra nauðsynlegasta af farangrinum  áleiðis til Gimli, einar 44 mílur. Bækur varð séra Jón allar að skilja eftir og margt fleira, sem þau máttu alls ekki án vera, en ekkert af þessu fengu þau fyrr en í Febrúar um veturinn. Hinn 8. Nóv. var ferðinni lokið og þau komin til Gimli. Voru þá liðnar þrjár vikur frá því þau lögðu á stað frá Minneapolis.                                                                                                                                                                                                      Á Gimli var þeim fagnað af fjölda manna. Friðjón kaupmaður Friðriksson, sem svo mikinn þátt átti í landnámssögu Vestur-Íslendinga, og kona hans, Guðný  Sigurðardóttir, buðu þeim heim til sin, og hjá þeim voru þau fyrsta sprettinn. Aðeins viku voru þau um kyrt á Gimli, áður byrjað væri á ferðalagi um Nýja Ísland, og þó var auðvitað, ekki haldið kyrru fyrir þann tíma.   Guðsþjónustu flutti séra  Jón á Gimli fyrsta  sunnudaginn, sem hann var þar, 11. Nóv. og aðra að Bólstað, skamt fyrir sunnan Gimli, á þriðjudaginn, í þeirri viku. Í Guðsþjónustulok var haldinn frundur og þar afráðið að safnaðarfólkið á þeim svæðum skifti sér í tvo söfnuði, Bæjarsöfnuð og Steinkirkjusöfnuð. Allir Íslendingar kannast við Nýja Ísland  og vita líklega eitthvað um það, hvernig landslagi þar er háttað. Samt virðist eiga við að skýra hér með  fám orðum frá því landssvæði að því leyti, sem það varpar ljósi á starf séra Jóns þar, eða þá erfiðleika, sem hann átti við að stríða. Nýja Ísland er strandlengja meðfram Winnipeg-vatni vestanverðu, byrjar að sunnan við svonefndan Merkjalæk, hér um bil 10 mílur stuður af Gimli, en 8 mílur í norðvestur frá Ruðárósum. Þetta svæði nær 40 mílur norður með fram vatninu  og er þar Íslendingafljót. Því nær alt þetta svæði er marflatt og blautlent og var skógi þakið, nema þar sem voru blautar mýrar, eða þá flæðiengi, með fram fljótinu eða vatninu fyrir  sunnan Gimli. Samgönguleysi milli Nýja Íslands og annara bygða var auðvitað til stórra erfiðleika ; alls engar bygðir fyrir norðan en vegleysur milli bygða. fyrir sunnan. Á sumrum var helzt að tala um samgöngur á vatni, en á vetrum voru sleðabrautir skaplegar. Ein braut var höggvin í gegn um skóginn eftir  nýlendunni skamt frá vatni frá norðri til suðurs og var hún í raun réttri aðeins vetrarbraut, en á sumrum var hún ófær, nema aðeins fyrir þann fótgangandi mann, sem vildi vaða forir. Auk þessa svæðis, sem nú hefur verið nefnt, var Mikley. Er hún í Winnipeg-vatni, um 18 mílur á lengd frá suðvestri til norð-austurs og liggur syðri endi hennar nokkru sunnar en mynni Íslendingafljóts, en það sem vanalega var farið út í hana frá meginlandinu, að vetri til, var átta mílur að fara og þaðan svo 12 norður í miðstöð bygðarinnar. Má því segja að prestakall séra Jóns hafi verið um 60 mílur á lengd, og um þetta svæði varð hann að ferðast fótgangandi, því hest átti hann aldrei.                                         

Fyrsta ferðin um Nýja Ísland:  Hinn 15. dag Nóvember-mánaðar    lögðu þau hjónin á stað, auðvitað gangandi, í fyrstu ferðina norður um bygðina. Að kvöldi næsta dags voru þau komin norður að Íslendingafljóti. (Fljót þetta hét á ensku Whitemud River)Sigtryggur Jónasson, sem kalla má föður Nýja Íslands , og kona hans, Rannveig, áttu þá heimili við  Íslendingafljót  og nefndu bæ sinn Möðruvelli. Þar tóku Þau á móti gestunum opnum örmum. Sunnudaginn 18. s. m. flutti séra Jón þar guðsþjónustu og spurði börn. Fór þetta fram í vöruhúsi, sem lagað var til, svo fólk gæti komið saman í því. Sama morguninn voru settir í það gluggar og sömuleiðis hurð. Veggir voru einfaldir og víða  rifur. Laus borð voru lögð ofan á undirlögin fyrir gólf og borðahlaðar voru notaðir í stað bekkja, til að sitja á. Nokkur hópur fólks var þar saman kominn, um 50-60 manns. Í guðsþjónustulok var haldinn fundur til að ræða um safnaðarmál, sérstaklega lög. Bar þar ýmislegt á góma. Einn fundarmanna vildi með engu móti að orðið “lúterskur” kæmi fyrir í lögunum, því það dræpi trúna. Annar kom með langa, skrifaða tillögu um það, að konur fengju ekki atkvæði í safnaðarmálum. Hefir séra Jón líklega hreift því, að konur hefðu jafnrétti við karlmenn. Hinn 22. var lagt upp frá fljótinu í ferð til Mikleyjar. Vatnið var ekki vel lagt. Var því bæði seinfarið og hættulegt. Oft varð að krækja svo mílum skifti fyrir vakir; en þau hjónin voru svo heppin að hafa ágætan fylgdarmann, þorstein Antoníusson, bæði duglegan og gætinn. Reyndi hann víða ísinn með staf sínum við hvert spor, og var þetta óhjákvæmilegt eins og á stóð með   ísinn, en tafsamt var ferðalagið. Þegar að landi kom var víða ákaflega  erfitt  að ganga, þurfti stundum að skríða í gegn um þéttan pílvið eða þá að kafa snjó eða  skrof. Um kvöldið komu þau að Borðeyri, sem er í suðvestur horni  Mikleyjar. Hafði þá verið farið um 17 mílur. Fólk var háttað á  bænum, en hjónin,  Sigurður Jónsson og kona hans, gengu úr rúmi fyrir aðkomuhjónunum.  Alt var vegfarendunum látið í té, sem unt var að veita.  Næsta dag var svo haldið áfram meðfram eyjunni, um 12 mílur, norðaustur í Mylnuvík, þar sem aðalbygðin þá var.  Næsta  dag voru þau hjónin að ferðast um þar í bygðinni, til að finna menn að máli, en hinn 25. var guðsþjónusta haldin í húsi  Benedikts  Péturssonar. Var þar saman komið um 50 manns. Í guðsþjónustulok voru börn spurö, og að því loknu var haldinn fundur til að tala um  safnaðarmál. Einnig talaði séra Jón þá, eins og hann gjörði oft seinna, um siðferðisástand fólksins og vandaði um við það út af ýmsum  ólifnaði. Að loknu starfi í Mikley í þetta sinn, lögðu þau á stað heimleiðis og gekk ferðin í land betur en fram til eyjar. Þó viltist hópurinn í fljótsmynninu og skorti þá ekki skrof, sef og holur til að gjöra mönnum erfiðara fyrir, og hafa þau hjónin sannarlega orðið fegin, þegar þau loksins komust að Möðruvöllum um kvöldið. Á leiðinni suður að Gimli var höfð dvöl í Breiðuvíkinni og var þar flutt guðsþjónusta í húsi Einars Bjarnasonar, hinn 28., skírð börn, staðfest skemri skírn á sumum, og að sjálfsögðu fundur á eftir til að tala um safnaðarmál. Daginn eftir var gengið suður að Gimli.  Var vegurinn mjög  ósléttur. Kl. 7 um kvöldið komst hópurinn suður að Gimli og hafði þá verið matarlaus frá því um morguninn. Þannig var fyrsta  prédikunarferð séra Jóns.

Skóli á Gimli – Íslenskt kirkjufélag: Margar slíkar ferðir fór hann þann tíma, sem hann var í Nýja Íslandi, eina  ferð norður um bygðir í hverjum mánuði og aðra suður, nema hvað sumar ferðirnar voru miklu erfiðari, því þá voru vegirnir margalt verri og þá var eldur mýflugna vegefarandanum til kvalar. Við þetta bættist svo aðbúnaður víða þar, sem hann varð að  gista. Í nærri öllum tilfellum veittu menn honum það sem þeir bezt gátu; en fátæktin var þá svo skelfileg, viðurværi víða lítið annað en fiskur, mjólk og kartöflur, mjólkin sumstaðar óæt fyrir fiskbragði, sökum þess að kúnum var gefinn svo mikill fiskur, og því miður allvíða óþrifnaður með öllum þeim annmörkum, sem honum fylgja; en alt þetta jók stórum á þrautir ferðanna, ekki sízt f yrir manni, sem ávalt  hafði vanist fremur þægilegum lífskjörum, að minsta kosti hreinlæti, þó aldrei hefði hann haft af ríkidæmi að segja.                  Veran í Nýja Íslandi var séra Jóni reynsluskóli. Efnahagur hans var þar ávalt mjög þröngur og margt fleira var til erfiðleika. Launin, sem hann átti að fá, voru að eins $600 á ári, og það fékk hann ekki einusinni. Í “Framfara” 9. Júlí, 1879 stendur að laun hans fyrsta árið hafi greiðst $284, en laun fyrir annað árið hafi verið ætluð $319 frá fjórum söfnuðum á meginlandi Nýja Íslands, $25 frá Mikleyjarsöfunði og $30 frá Winnipeg-söfnuði, alls $374. Þessi lágu  laun, að viðbættum hinum skelfilegu erfiðleikum ferðalaganna, nægja til að sýna, að þau hjón áttu ekki við sældarkjör að búa í Nýja Íslandi. En við þetta  bætast  svo  allir þeir erfiðleikar, sem þá voru á því, að grundvalla frjálsa kirkju meðal fólks, sem aldrei hafði þekt annað en ríkiskirkju. Misskilningur manna í þeim efnum var oft tilfinnanlegur kross. En allir þessir erfiðleikar urðu þættir í lífi séra Jóns honum til góðs, eins og hann líka sjálfur kannaðist við.    Löngu seinna lýsti hann því, hvað hann hefði grætt á verunni í Nýja Íslandi. Þar sagðist hann fyrst hafa lært að skilja hið íslenzka þjóðareðli, þar festi trúin   enn dýpri rætur í sál hans og þar fékk hann þá grundvölluðu skoðun, sem í engu verulegu breyttist síðar, um það hver er aðalþátturinn í kristindóms-boðskapnum og hvað þar er aukatriði. Heyrt hefi eg þá sögu, að séra Jón hafi eitt sinn getið þess í ræðu, að hann hafi aldrei verið í háskólaen tekið sig aftur um það og sagt:   “Jú, eg var í raun og veru í háskóla; háskólinn minn var Nýja Ísand”. Sýnir þetta betur en flest annað, hversu honum var mikilvægur þessi reynsluskóli.                                                                                                                                                                          Hinn fyrsta vetur  voru þau hjónin til  húsa hjá John Taylor og konu hans Elizabeth. Var hann umboðsmaður Canadastjórnar þar í bygðinni og eftirlits-maður þessa  innflytjendahóps. Hafði hann fyrst kynst  Íslendingum austur í Ontario og orðið þess fýsandi, að hin íslenzka bygð í  Nýja Íslandi yrði stofnuð. Var hann Íslendingum ávalt frábærlega velviljaður. Reyndist hann séra Jóni ætíð eins og bróðir. Að öllu því leyti, sem Taylors hjónin gátu að gjört, leið þeim því veI þennan fyrsta vetur. Þótt fátæktin væri mikil um þessar mundir í Nýja Íslandi var þar samt að einu leyti blómaöld: framfarahugur mikill. Það var  áþekt með bygðinni þá og æskumanni, sem er að byrja fyrir alvöru að brjótast fram úr erfiðleikum með áhuga og fjöri. Menn höfðu stofnað nýja bygð og voru gagnteknir að þeim fögnuði, sem nýju viðfangsefni fylgir, er menn hafa sjálfir valið sér. Menn fundu til þess að landið var auðugt að tækifærum, og  voru fúsir til að leggja mikið á sig til að verða þeirra aðnjótandi. Af kappi lögðu menn því hönd á verk: veiða fisk, höggva skóg, rækta hinn frjóa jarðveg, reisa hús og gjöra annað, sem nýbyggjanum var óhjákvæmilegt.  Að hinum félagslegu og andlegu málum unnu menn af engu minni áhuga ; stofnuðu söfnuði, kölluðu presta, reistu samkomuhús, og unnu margt fleira til nytssamlegra framfara. Markmið þeirra var að mynda þarna íslenzka sveit, sem gæti verið til  sannrar fyrirmyndar og á alíslenzkum grundvelli. Sveitarstjórn mynduðu þeir af frjálsum vilja þeirra sjálfra, en ekki út af neinu valdboði kanadiskra laga. Eitt atriði í þessari framfarastefnu var það, að stofna blað, og má vera að það sé eins dæmi í þessu landi, að blað hafi verið stofnað í frumbyggja-hóp svo fátækum og svo fjarri öðrum menningarsvæðum.   Ber nafn blaðsins, “Framfari”, það með sér,  hvað efst var í huga þessara fyrstu Ný-Íslendinga. Blaðið kom út frá 10. Sept. 1877 til 30. Nóv. 1880, lengst af undir ritstjórn Halldórs Briem, cand. theol. og síðar prests. Inn í þetta líf kom séra Jón með brennandi áhuga og óskertu ungdóms fjöri, til þess búinn að lifa og líða fyrir þjóð sína, enda starfaði hann af kappi í hvívetna og hlífði sér hvergi. Öll störf sín rækti hann með stakir samvizkusemi og lét sér ekki nægja að leysa af hendi hin umsömdu prestverk, heldur vildi hann á allan hátt hlúa að sönnum framförum fólksins. Á hverjum sunnudegi prédikaði hann einhversstaðar í bygðinni, og í öllum hlutum bygðarinnar  hafði hann flokka barna til að búa undir fermingu. Hinn fyrsta vetur kom hann á í söfnuði sínum á Gimli frjálsum fundum á hverjum miðvikudegi til  sam-ræðu um “trúarbragða- og kirkjumál”. Höfðu allir sem vildu, konur jafnt sem karlar, málfrelsi. Fundirnir voru byrjaðir og endaðir með sálmasöng og bæn. Var þar rætt um kirkjusiði, búning presta, safnaðaskipun í hinni fyrstu kristni, og margt fleira. Um þessar mundir flutti hann einnig fræðandi erindi um Bernhard frá Clairvaux.                 Eitt einkenni séra Jóns á æfileiðinni var frábær reglusemi. Er gott dæmi þess frá starfstíma hans í Nýja Íslandi. Til eru enn í góðu lagi kirkjubækur hans frá þessu tímabili. Í þær hefir hann skráð, rneð nákvæmni og vandvirkni, ölI aukaverk og allar guðsþjónustur. Samkvæmt þeim bókum flutti hann á árinu 1878  í  Nýja Íslandi og Winnipeg 64  guðsþjónustur, skírði 51 barn, greftraði 30 lík, framkvæmdi 25 hjónavígslur og fermdi 18 ungmenni. Þess utan starfaði hann mánuð það ár í byg’um Íslendinga í Minnesota og framkvæmdi þar mörg aukaverk. Svipað var starfið hin árin, nema hvað hann fermdi fleiri árið 1879. Um tölu altarisgesta er ekki getið, en það skráð, hvenær og hvar altarissakramentið var um hönd haft.                                                  Þegar eftir fyrstu ferðina norður um bygð, fóru þau hjón að gangast fyrir því, að barnaskóli yrði stofnaður á Gimli. Stóð sá skóli 5 daga í hverri viku þann vetur og einnig næsta vetur, og var frú Lára allan þann tíma aðalkennarinn. Gjörði hún það kauplaust, og fengu öll börn, sem vildu, aðgang að honum án  nokkurs endurgjalds. Fyrsta veturinn sóttu skólann 42 börn. Var honum sagt upp 22. apríl. Næsta vetur stóð skólinn með líkum hætti og svipaðri aðsókn. Jólasamkomur voru haldnar á Gimli þau jól, sem séra Jón var í Nýja Íslandi. “Framfari” segir allgreinilega frá samkomunni, sem var haldin á að fangadags-kvöld 1878, önnur jólin, sem hann var í Nýja Íslandi. Byrjað var með því að syngja sálminn, “Heims um ból”. Þá flutti séra Jón jólaræðu og voru þættirnir í  ræðu hans um tréð, ljósin, gjafirnar, og börnin. Í ræðulok flutti hann bæn og að því búnu var sunginn sálmurinn, “Í Betlehem er barn oss fætt”. Þá talaði Friðjón Friðriksson útaf efni samkomunnar. Mr. Taylor sýndi ýmsar fagrar myndir með töfralampa. Að endingu var sunginn sálmurinn, “Heiður sé  Guði  himnum á”. Samkoman stóð frá kl. 7 til 12. Fjöldi fólks var saman kominn úr söfnuðum beggja prestanna, séra Jóns og séra Páls. Var víst samkoman mjög  mikið fagnaðarefni fyrir bygðarmenn. Í öðru tölublaði “Framfara” er skýrt frá því, að Ný-Íslendingar hafi rætt það spursmál, hvort þeir ættu fremur að  stofna sjálfstætt kirkjufélag eða vera einn hluti af einhverju amerísku  kirkjufélagi. Var hugmyndin fyrri eins og eðlileg systir þeirrar um frjálsa íslenzka sveitarstiórn. Má með sanni segja að mörgu fólki í Nýja Íslandi félli sú hugmynd vel í geð, og þeir sem helzt voru í broddi fylkingar með það mál, fengu tvo guðfræðinga til að semja frumvarp til grundvallarlaga fyrir þess háttar félagsheild. Séra Jón var þá búsettur í Minneapolis og var hann annar þessara guðfræðinga og mun hann hafa átt aðalþáttinn í samning frumvarpsins.  Ekki varð samt af því  að  kirkjufélagið  yrði  myndað fyr en séra Jón kom norður.                                                                                                                                      Meðan hann dvaldi í Nýja Íslandi kom hann skipulagi á hina frjálsu íslenzku kirkju í Yesturheimi og gaf henni það snið, sem hún í aðalatriðum hcfir síðan haft. Að vísu voru söfnuðir til í Nýja Íslandi áður en hann kom þar, en mjög ófullkomið safnaðarform hafa þeir haft. Séra Páll hafòi stofnað söfnuð meðal  Íslendinga í Wisconsin og söfnuði stofnaði hann í Nýja Íslandi með grundvallarlögum og fullkominni safnaðarskipun, en ekki kallaði hann stöfnuði sína kirkjufélag. Séra Jón gjörði slíkt hið sama að því viðbættu að hann sameinaði þá í eina félagsheild, sem nefnd var hið “Lúterska kirkjufélag Íslendinga í Vesurheimi”. Áðurnefnt frumvarp til kirkjufélagslaga var, eftir komu séra Jóns til Nýja Íslands, endurskoðað, og í þeirri mynd prentað í  “Framfara”  (I,  16)  og lagt fyrir hina nýju söfnuði til samþyktar. Hinn fyrsta og eina ársfund sinn hélt félag þctta að Gimli, 30. Júní, 1875. Séra Jón var kosinn formaður, en Halldór Briem, cand. theol., varaformaður. Á fundinum voru erindrekar frá Steinkirkjusöfnuði   (syðst   í   Nýja Íslandi) ,  Bæjarsöfnuði á Gimli, Breiðu-víkur-söfnuði (norðarlega í N.-Ísl.) og Bræðra-söfnuði (við Íslendingafljót). Auk þess töldust tilheyrandi kirkjufélaginu söfnuður í Mikley og Þrenningar-söfnuður í Winnipeg. Til er skrifaður fundargjörningur frá fundi þessum, þar sem greinilega er skýrt frá því, sem þar gjörðist. Mörg þarfleg mál voru þar tekin til meðferðar. Djáknum safnaðanna var sérstaklega falið að styðja að því, að guðsorð væri haft um hönd á heimilunum og  ennfremur  að brýna fyrir mönnum að neyta kvöldmáltíðar sakramentisins og sækja rækilega guðsþjónustur og safnaðarlundi. Samþykt var ennfremur að fela formanni kirkjufélagsins að “efla bróðurhug milli kirkjunnar á Íslandi og kirkjufélags vors”. Kirkjufélag þetta var að vísu ekki langlíft. Burtrtflutningurinn mikli úr Nýja Íslandi um 1880 orsakaði það, að alt safnaðarlíf féll þar í rústir, en þessi fyrsta tilraun er engu síður markverð,  ekki sízt fyrir þá sök, aõ grundvallarlög hins núverandi lúterska kirkjufélags vors eru að nokkru leyti sniðin eftir þessum fyrstu kirkjufélags-lögum.                                                                                                                                                                                                                                                                                 Sundrung – Deilur séra Jóns: Þann tíma, sem séra Jón var í Nýja Íslandi, tók hann þátt í einum þremur deilum. Nefni eg fyrst deiluna við Jóhann Briem út af “opnun nýlendunnar”. Hún reis út af því,  að í fyrsta árg. 31. tölubl. Framf. skrifaði séra Jón grein með fyrirsögninni,  “Hvað næst liggur”.Var  hún  óefað ekki rituð í neinum deilu tilgangi, heldur sem umbóta hugvekja út af mjög ítarlegri athugun ástandsins í Nýja Íslandi. Komst hann að þeirri niburstöðu, að enginn framfara vegur væri til fyrir Íslendinga í Ameríku með því að vera einir sér í nýlendum þar sem öðrum þjóðum væri  bannað að  koma inn  (eins og þá var með Nýja Ísland) . Hann hélt því fram, að Íslendingar hefði svo margt af  öðrum að læra, að í þessu landi yrði þeir að vera innan um  innlent fólk, og krafðist hann þess, að einkaréttur Íslendinga til nýlendusvæðisins væri tafarlaust afnuminn. Þessu mótmælti hr. Jóhann Briem í 33. tölublaði. Taldi hann viðsjárvert fyrir Íslendinga hér að verða of fljótt kanadískir, og taldi víst, að ef nýlendan yrði opnuð fyrir öðrum þjóðum, streymdi þangað inn tómur “ruslara” lýður. Þeir svöruðu svo hvor um sig mjög rækilega og varð hr. Jóh. Briem nokkuð hvassyrtur undir það síðasta. Deila þessi vakti mjög mikla eftirtekt og skiftust menn mjög í flokka út af henni, þó eflaust hafi meiri hluti í  N.-Ísl. verið á skoðun hr. Briems. Ekki var laust við, að þetta orsakaði sárar tillinningar  í bráð, en ekki leið á löngu að það jafnaðist. Jóhann Briem er enn í Nýja Íslandi, við Íslendingafljót, og hélt hann úr því óslitnu vináttusambandi við séra Jón.                                                                                                                                            Næst er að nefna deiluna um trúmál við séra Pál Þorláksson. Er hún fyrir margra hluta sakir einn allra markverðasti viðburður í landnámssögu Vestur-Íslendinga, en þó mest fyrir þann undraverða áhuga fyrir andlegum málum, sem orsakaði hana og hún vakti. Um skoðanamun séra Jóns við Norsku synóduna hcfir þegar verið getið (sjá bréf séra Jóns til Helga Hálfdánarsonar), og þó sú deila væri fyrir utan íslenzkt þjóðlíf, bárust fregnir til Íslendinga bæði í Nýja Íslandi og  annarsstaðar af Norsku  synódunni og þó sérstaklega af því, að ýmislegt væri athugavert við stefnu hennar. Um það mál skiftust  menn  í Nýja Íslandi í tvo flokka áður en þeir prestarnir, séra Jón og séra Páll, fluttu þangað. Sú skifting byrjaði þegar hinn síðarnefndi bauõ sig tram til prestskapar haustið 1876. Hann bauð þjónustu sína með mjög vægum kjörum og var fjöldi, sem  vildi taka því boði, enda varð það, að hópur manna bað hann að koma og varð það að framkvæmd, og var hann nýkominn í bygðina þegar séra Jón settist þar að haustið 1877. Á hinn bóginn létu ýmsar raddir til sín heyra á móti Norsku synódunni og þar af leiðandi á móti tilboði séra Páls.  Menn höfðu ímugust á henni fyrir ófrjálslyndi, sem þeir höfðu heyrt henni     borið á brýn. Varð því stór hópur, sem með engu móti gat snúið sér að þessu félagi og sendu þeir því séra Jóni prestsköllun. Þetta sýnir að deilan var komin inn í  bygðina á undan prestunum. Séra Páll, annar málsaðili í þessari deilu, var sonur Þorláks Jónssonar frá Stóru  Tjörnum í Þingeyjarsýslu, bróðir séra N. Steingríms Thorlákssonar, nú prests í Selkirk. Séra Páll var maður meò mjög fjölbreyttar gáfur, lærdómsmaður mikill, frábærlega málsnjall og leit eftir hag fólks síns með nákvæmni og hyggindum. Hann var óþreytandi eljumaður, ósíngjarn og sleit út kröftum sínum í  starfi fyrir fólk sitt. Í skoðunum var hann algjörlega samþykkur stefnu Norsku sýnódunnar, og fylgdi hann þeirri stefnu fram með þeirri alvöru og ósveigjanlegu festu, sem var óaðskiljanlegur hluti af eðli hans. Deiluna milli þeirra séra Jóns og séra Páls ber aðallega að nefna í sambandi við tvo mjög merka málfundi. Var hinn fyrri haldinn 25. og 26. Marz 1878, en hinn síðari 17. og 18.  Marz, 1879.  Báðir voru fundirnir haldnir að Gimli og boðaðir sem almennir nýlendufundir til að ræða um það,  sem  á milli bar í “trúar og kirkjumálum”. Fjölmenni sótti að fundunum og hlustuðu áheyrendur með mikilli athygli á umræður um þung guðfræðileg efni. Svipuð efni komu til umræðu á báðum fundunum: innblástur ritningarinnar, útvalningarkenningin, réttlætingar-dómurinn og margt fleira. Fyrir seinni fundinn ritaði séra Jón ítarlega ritgjörð um öll ágreiningsatriðin. Ritgjörðin bar fyrirsögninni “Nauðsynleg hugvekja” og birtist í 15., 17., og 18. tölublaði 2. árgangs  Framfara og var svo sérprentuð sem bók. Í því riti, er meðal annars, útdráttur úr þá nýútkominni bók eftir Asperheim prest, sem dró fram öfgar og allmikla  þröngsýni Norsku sýnódunnar. Rúm leyfir ekki að skýra neitt verulega frá skoðanamun þessara manna. Eg verð að láta mér nægja að segja, að í innblásturs-málinu hélt séra Jón því fram að “orðið” Biblíunnar fremur en  “orðin” væri “verk heilags anda”, þar sem séra Páll kendi að hinum upphaflega texta Biblíunnar gæti hvergi skeikað, hvorki í staðhæfingum um trúmál né um nokkur önnur mál; þar væri  “hvert orð framgengið af Guðs munni og ritað að hans boði af hinum heilögu mönnum”. (Frf.  II., 21). Í sambandi við útvalningar kenninguna er enn erfiðara að skýra, hvað á milli bar nema í löngu máli, enda er það efni svo örðugt viðfangs, að um fullkominn skilning hér megin grafar er ekki að ræða. Í einu orði má segja, að séra Jón lagði áherzlu á trúna, sem skilyrði útvalningarinnar, en séra Páll á hið mikla náðarvald Guðs, sem hina einu orsök hennar. Í sambandi við réttlætingardóminn get eg ekki fundið neinn verulegan skoðanamun, heldur aðeins dálítið ólíka framsetningu. Samt var verulegur munur anda og stefnu hjá þessum mönnum. Stefna Norsku sýnódunnar og stefna hinnar íslenzku kristni háðu þar einvígi, og eg hygg, að það sé ekki fjarri hinu rétta að segja, að það einkenni Norsku sýnódu-stefnunnar, sem einna mest örvaði deilu, var þessi blákalda vissa um að hvert einasta atriði kenninganna, smátt og stórt, og þar af leiðandi hin napra fyrirdæming allra annara skoðana, hversu erfitt, sem málið var úrlausnar og hvað litlum parti af hársbreidd, sem munaði. Þrátt fyrir þennan skoðanamun hygg eg, að mennirnir hafi haft áhrif hvor á annan og, ef  séra Páll hefði lifað nógu lengi, að þeir hefðu báðir getað starfað í hinu núverandi lúterska kirkjufélagi.                                                                          Þriðja deilan, sem séra Jón tók þátt í, meðan hann dvaldi í Nýja Íslandi, var við Pétur biskup Pétursson, útaf því, að hann veitti séra Páli Pálssyni frá Prestbakka brauðið Stafafell í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu, þegar faðir séra Jóns hafði sagt af sér prestskap þar, sökum vanheilsu. Var það mergurinn málsins, að séra Jóni fanst sá maður með öllu óhæfur til að vera prestur, og að hann segist hafa frétt að hin “megnasta óánægja” sú meðal Lónsmanna út af því, að landshöfðingi og biskup  hafi “skikkað” þeim prest, er þeir með engu móti vildu hafa”. Ritgjörð séra Jóns út af þessu birtist í  Norðanfara, 20. Apríl, 1878. Er þar hreinskiInislega og skorinort talað og ekki hikað við að komast að ákveðinni niðurstöðu. Biskup og landshöfòingi þurfi að skilja sem fyrst  “að  prestar eiga að vera fyrir söfnuðina, en ekki söfnuðirnir fyrir  prestana, eins og yfir höfuð að alþýða er ekki fyrir embættismenn, heldur embættismenn   fyrir   alþýðu”. Það sé heilög skjlda biskups að sjá um, að enginn sé í prestlegu embætti, sem að einhverțu leyti valdi hneyksli í kristnum söfnuðum.      Söfnuðurnir séu líka skyldugir til að mótmæla öllum siðspiltum prestum og jafnvel að fara svo langt “að neyta lagalegs réttar síns, sem hins síðasta  úrræðis, segja skilið við ríkiskirkjuna og stýra sjálfir öllum sínum kirkjumálum eftir leiðbeining heilagrar ritningar. Þetta er beinlínis heimilað í stjórnarskrá Íslands”. Ástandið í þessu efni sé mjög bágborið á Íslandi, oftast nær muni á ári hverju “einn eða fleiri drykkjuslarkarar vígðir til presta og síðan sendir út til að leiðbeina hinni íslenzku alþýðu á Guðs götu”. Ekki væntir hann neinna verulegra umbóta á ástandinu “fyr en kirkjan er algjörlega skilin frá hinni verałdlegu stjórn. Það er beint niðurdrep fyrir hið kirkjulega líf, þegar allir opinberir Guðs afneitendur og ólifnaðarmenn eru að sjálfsögðu skoðaðir sem meðlimir kristinna safnaða”. Hann er sár út af því, hve almenningur sýnir litla rögg af sér í þessu máli og segir meðal annars: “Það er líklega mörgum kunnugt á Íslandi, að þeir sem komu fótum undir þjóðfélag Bandaríkja voru nýlendumenn frá Englandi, er flúðu þaðan vegna trúarofsókna (pílagrímarnir, 1620) . Væri annað eins trúarfjör í vorri þjóð og í því fólki var, þá mundi veitingarvaldinu íslenzka ekki lengi haldast uppi að fá söfnuðunum til presta menn, sem varla eru í húsum hæfir eða í kirkjum græfir’.” Biskupinn svaraði þessum aðfinslum með þeirri stillingu og hógværð, sem honum var lagin, og varði  séra Pál gegn því, sem á hann var borið. Eg hefi það fyrir satt, að deila bessi hafi orsakað mikið umtal á Íslandi.                                                                                                                                                                                 Haustið 1879 tilkynti séra Jón söfnuòum sínum að hann væri  knúður til að hverfa frá heim og fara heim til Íslands. Alla sína  tíð hafði séra Jón sterka þrá heim til Íslands, og hefir sú þrá eflaust átt einhvern átt í því, að hann tók þetta spor, en það var þó annað, sem var efst í huga hans, en það voru veikindi föður hans, sem voru þess eðlis, að  honum fanst það skylda að hverfa heim, ef vera mætti að hann kæmi þar að liði. Án þessa hreyfiafls hefði hann eflaust neitað sér um heimferð í það sinn. Útaf þessari heimför var sameiginlegur fundur haldinn við Íslendingafljót 28. Nóv. Kosnir erindrekar safnaðanna mættu á þeim fundi. Sigurður Christopherson og Þorsteinn Jónsson fyrir Steinkirkju-söfnuð; Friðjón Friðriksson og Björn Jónsson fyrir Bæjar-söfnuð ; Jóhann Geir Jóhannsson og Pétur M. Bjarnason fyrir Breiðuvíkur-söfnuð ; og Sigtryggur Jónasson og Þorsteinn Antóníusson fyrir Bræðra-söfnuð. Auk þess voru á fundinum séra Jón, Halldór Briem og Jón  Bergvinsson. Samþykt var yfirlýsing um hrygð alls fólksins í söfnuðunum yfir burtför þeirra  hjóna, einlægt  þakklæti fyrir sífelda elju í starfinu og  blessunaróskir til þeirra í framtíòinni. Sár var söknuðurinn yfir því um alla bygðina, að þau færu   burt, en hinsvegar könnuðust allir við að hvatirnar, sem knúðu til þess, voru göfugar. Hina ýmsu söfnuði sína kvaddi séra Jón í Febrúar og Marz 1880. Síðasta opinbert verk,  sem hann framkvæmdi þar, var að vígja til prests kosinn eftirmann hans, Cand. Halldór Briem. Sú athöfn var framkvæmd að Gimli  21. dag Marz-mánaðar og var það dýrleg stund, þrungin hátignarfullri alvöru. Með því var lokið starfi séra Jóns í Nýja Íslandi þá um leið einum markverðasta æfiþætti hans. Rétt þar á eftir var ferðin til Íslands hafin. Á leiðinni heimsóttu þau İslendinga í Winnipeg og einnig í Minnesota-bygðum. Þaðan var haldið til New York og svo til Íslands.

Til umhugsunar: Árið 1874 stóðu fáeinir Íslendingar í Milwaukee í Wisconsin fyrir fyrstu Þjóðminningarhátíð Íslendinga í N. Ameríku. Séra Jón Bjarnason var fenginn til að syngja messu í borginni í norskri kirkju sem Páll Þorláksson hafði fengið leigða. Að messu lokinni var farin skrúðganga frá kirkjunni um nokkur stræti borgarinnar í rjóður rétt utan við borgarmörkin. Þar safnaðist saman hópur íslenskra vesturfara, yfir áttatíu manns og skemmtu sér daglangt. Ræður og minni voru flutt, glíma sýnd og veitingar frambornar. Séra Jón hélt þar tölu og sagði löndum sínum að huga vel að íslenskri arfleifð um aldur og ævi í Vesturheimi. Hann varaði viðstadda við að fylgja fordæmi norskra innflytjenda og afkomenda þeirra í Ameríku. Benti klerkur á að þeir hefðu flestir breytt nöfnum sínum til þess að þau væru þægilegri í munni hins enskumælandi lýðs, töluðu ensku nánast við öll tækifæri og hefðu sniðið lífshætti sína alla eftir amerískri forskrift og þannig horfið frá norskum gildum. Páll Þorláksson steig fram og mælti á norsku því fáeinir velviljaðir Norðmenn voru viðstaddir. Þakkaði hann norskum innflytjendum í Wisconsin fyrir alla þá hjálp sem þeir höfðu veitt Íslendingum á undanförnum misserum. Hann hvatti landa sína til að taka norska innflytjendur sér til fyrirmyndar, þeir höfðu aðlagast amerísku samfélagi og komið sér vel fyrir í Vesturheimi. Páll Þorláksson hafði aðstoðað marga Íslendinga sem vestur voru komnir við að fá vist hjá norskum bændum í ýmsum, norskum byggðum í Wisconsin. Taldi hann brýnt að allir lærðu ný og framandi vinnubrögð við akuryrkju og nautgriparækt áður en þeir hæfu eigin búskap. Séra Jón fór til Vesturheims haustið 1873 og átti Páll ríkan þátt í þeirri ákvörðun. Páll stundaði þá guðfræðinám hjá Norsku sýnódunni í St. Louis og þangað fór séra Jón. Var hugmyndin sú að hann kynnti sér lútersku sýnódunnar og gerðist ef til prestur hennar eins og Páll stefndi að. Séra Jón gat hins vegar ómögulega sætt sig við sýnóduna og guðfræði hennar (Sjá bréf hans til Helga Halfdánarsonar að neðan).                                                                                                                            Segja má að rætur ágreinings þeirra Páls Þorlákssonar og Séra Jóns Bjarnasonar liggja í Milwukee frá hátíðinni 1874. Annar hvetur Íslendinga til að fara að fordæmi norskra innflytjenda og afkomenda þeirra í Ameríku en hinn biður þá að forðast það af öllum mætti. Þeir sem heyrðu mál þeirra í Milwaukee tóku afstöðu, skiptust í hópa. Séra Jón var vígður prestur að heiman og fylgdi þeirri lútersku sem íslensk þjóð bar í brjósti frá barnæsku. Páll var að læra nýja lútersku hjá framandi kirkjufélagi. Þeir sem ekki gátu hugsað sér nokkurn skapaðan hlut í Norður Ameríku sem ekki féll undir íslenska arfleifð kusu eðlilega séra Jón hinir sem lært höfðu hjá norskum bændum hrifust af velgengni þeirra í Vesturheimi og töldu rétt að aðlagast amersísku samfélagi líkt og norskir. Þessum var sama þótt lúterska Páls væri eitthvað öðruvísi og kusu hann. Leikmenn í Nýja Íslandi gátu lítið rætt trúarágreining séra Páls og séra Jóns, til þess skorti þá alla guðfræðiþekkingu. Þeir deildu hins vegar um varðveislu íslenskrar arfleifðar í Vesturheimi. Staður undir hina alíslensku byggð var valinn utan við norðuramerískt samfélag. Þar skyldi íslensk arfleifð varðveitast um ókomna tíð. Það er því merkilegt að þegar deilurnar standa sem hæst þá kúvendir séra Jón, vill opna nýlenduna fyrir útlendingum sem kunnu til verka. (Sbr. Framfari fyrsti árg. 31.tbl). Það sem bar að forðast árið 1874 var tekið gott og gilt snemma árs 1878!