ID: 19059
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1852
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1929
Súsanna Guðrún Jónsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 1. september, 1852. Dáin 26. apríl, 1929 í Winnipeg.
Maki: Sumarliði Finnbogason d. á Íslandi árið 1898.
Börn: 1. Emilía f. 1881 2. Óla Metta f. 1888 3. Súsanna f. 1890 4. Samson 5. Jóhanna f. 14. júlí, 1893.
Guðrún flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með börn sín árið 1901. Mágur hennar, Finnbogi Finnbogason bjó í Nýja Íslandi og þangað fór Guðrún. Hún settist að við Íslendingafljót og bjó þar nokkur ár en nam svo land í Ísafoldarbyggð. Þaðan flutti hún svo til Winnipeg.
