Bárður Nikulásson

ID: 1254
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : V. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1925

Bárður Nikulásson fæddist 24. mars, 1850 í V. Skaftafellssýslu. Dáinn í bílslysi í Milwaukee í desember, 1925. Nicol vestra.

Maki: Hallfríður Oddsdóttir f. 1832 í Rangárvallasýslu, d. á Washingtoneyju árið 1916.

Fósturbörn: 1. Ingibjörg Jónasdóttir f. 1869 2. Ásgrímur Adolfsson f. 1876, skrifaði sig Oscar Asgrimur Nicol vestra.

Þau fluttu vestur til Milwaukee í Wisconsin árið 1887 og settust að á Washingtoneyju.

Bárður og Hallfríður hvíla við hlið Jóns Þórhallssonar (Johnson) og Þórunnar konu hans í kirkjugarðinum á Washingtoneyju. Mynd JÞ