ID: 19157
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1920
Guðni Júlíanusson fæddist í Húnavatnssýslu 19. nóvember, 1840. Dáinn í Riverton í Manitoba 18. ágúst, 1920.
Ókvæntur og barnlaus. Móðir Guðna var Karitas Þorsteinsdóttir úr Dalasýslu.
Guðni var samfeða bróður sínum Bjarna, svo og föður sínum og stjúpmóður, Júlíanusi Bjarnasyni og Ósk Guðmundsdóttur til Nýja Íslands árið 1883. Með honum fór vinnukona, Helga Aradóttir og sonur hennar, Guðmundur Björn Guðmundsson. Guðni stundaði búskap í Fljótsbyggð.
