Helga Aradóttir

ID: 18947
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1829
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1915

Helga Aradóttir fæddist í Húnavatnssýslu 17. febrúar, 1829. Dáin í Winnipeg 2. febrúar, 1915.

Maki: 9. nóvember, 1860 Guðmundur Jónsson úr Miðfirði, d. um 1875.

Börn: Guðmundur Björn Guðmundsson f. 17. september, 1863 í Húnavatnssýslu.

Helga flutti vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1883 með Guðmundi og Guðna Júlíanussyni en hjá honum var hún vinnukona. Hún fór í Fljótsbyggð og var vinnukona hjá Guðna þar í byggð til ársins 1912 en þá flutti hún til Winnipeg þar sem hún lést.