Magnús Magnússon

ID: 19044
Fæðingarár : 1835
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1902

Magnús Magnússon fæddist í Húnavatnssýslu 8. desember, 1835. Dáinn á Gimli 1902.

Maki: Margrét Jónsdóttir f. 30. september, 1833 í Húnavantssýslu, d. í Nýja Íslandi árið 1913.

Börn: 1. Guðmundur f. 1862 2. Ágúst f. 1863 3. Rósa f. 1865, d. 1914 4. Guðrún Solveig f. 1866 5. Jón f. 1869 6. Björn f. 1873. Jón og Björn fóru ekki vestur.

Magnús og Margrét munu hafa farið vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 en Ágúst fór ári fyrr. Þau fóru fyrst til Brandon og voru þar nokkur ár en settust síðan að í Ísafoldarbyggð. Magnús og Margrét fluttu í Árnesbyggð og bjuggu sín síðustu ár nærri Gimli.