Þorgeir Einarsson

ID: 1296
Fæðingarár : 1851
Fæðingarstaður : Árnessýsla

Þorgeir Einarsson fæddist í Árnessýslu árið 1851.

Maki: Guðbjörg Sveinsdóttir f. í Árnessýslu árið 1847.

Börn: 1. Jón f. 1872.

Þorgeir og fjölskylda hans fluttu vestur til Milwaukee í Wisconsin árið 1873. Með þeim fór faðir Þorgeirs, Einar Vigfússon. Þau settust fyrst að í Racine sýslu en seinna í Walworth sýslu. Þau fluttu á Washingtoneyju árið 1888.