ID: 19009
Fæðingarár : 1885
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1952
Elín Andrésdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu 29. maí, 1885. Dáin í Manitoba 22. september, 1952.
Maki: 22. desember, 1907 Guðjón Einarsson f. í A. Skaftafellssýslu 12. september, 1883, d. 24. desember, 1946.
Börn: 1. Björn Andrés f. 1. apríl, 1910. Tvö börn þeirra dóu í æsku.
Elín fór vestur árið 1888 til Winnipeg í Manitoba með fósturforeldrum sínum, Birni J. Björnssyni og Ingibjörgu Brynjólfsdóttur. Þau námu land í Ísafoldarbyggð og bjuggu þar til ársins 1901. Þá flæddi Winnipegvatn yfir land þeirra svo þau settust að í Árdals-og Framnesbyggð. Þar kynntist Elín Guðjóni en þau keyptu hluta lands föður Guðjóns, Einars Stefánssonar í Víðirbyggð.
