Percy C Jónasson

ID: 19028
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1880
Dánarár : 1943

Percy C. Jónasson Mynd A Century Unfolds

Þóra Sigríður Gestsdóttir Mynd A Century Unfolds

Percy C Jónasson (Percival Chaloner McGee): Fæddur í Kanada af skoskum og enskum ættum 21. maí, 1880. Dáinn 1. júlí, 1943 í Arborg.

Maki: 7. nóvember, 1918 Þórey Sigríður Gestsdóttir fædd í Geysirbyggð 3. janúar, 1898, dóttir Gests Oddleifssonar í Haga.

Börn: 1. Percy Theodór f. 11. júlí, 1920 2. Rannveig Þórey f. 15. febrúar, 1920 3. Lára May f. 27. apríl, 1924 4. Arthur Villard f. 9. maí, 1929.

Sigtryggur Jónasson og kona hans Rannveig tóku Percy í fóstur og ólu upp. Hann varð mikill Íslendingur, talaði íslensku reiprennandi. Hann mun hafa numið land í Víðirbyggð þótt lengstum hafi hann búið og starfað í Arborg.