Ivanhoe

Vesturfarar

Ivanhoe miðbær snemma á 19. öld.

Minnisvarði um íslenska söfnuðinn í Lincoln sýslu og kirkjurnar tvær er í kirkjugarðinum skammt utan við bæinn. Mynd JÞ 2019

Ivanhoe er bær í Lincoln sýslu í Minnesota. Hann varð til árið 1901 og sama ár var reist þar pósthús sem bar nafn bæjarins. Nafnið er fengið frá Sir Walter Scott og samnefndri skálsögu hans. Fólksfjöldi í Ivanhoe var aldrei mikill, bærinn þjónaði brýnustu þörfum bænda í miklu landbúnaðarhéraði. Áin Yellow Medicine rennur hjá bænum. Íslendingar í Lincoln sýslu komu saman á fundi í nóvember, 1879 til að ræða safnaðarmál og að honum loknum skrifuðu 32 landnámsmenn undir safnaðarlög og með því var Lincoln sýslu söfnuður myndaður. Á landnámsárunum 1875-1900 fór fjöldi íslenskra bænda aldrei yfir 55 þannig að trúlega hafa allir íslenskir bændur sem tekið höfðu land í sýslunni skrifað undir stofnsamninginn. Á fyrstu árum safnaðarstarfs komu menn saman á heimili einhvers landnámsmannsins og hlýddu á húslestur. Í maí, 1884 var samþykkt að byggja samkomuhús á landi Kristjáns Schram og var byggingu þess lokið 1. júlí, sama ár. Húsið var ætlað fyrir hvers kyns samkomur, fundi og guðþjónustur. Tveimur árum seinna, 8. maí, 1886 var samþykkt að kaupa land af Jóhanni Jónssyni undir stærra samkomuhús. Sama ár, 6. nóvember, var ákveðið að meðlimir svokallaðs Framfarafélags skyldu hefa 170 trjáplöntur til að fegra umhverfi hússins. Þennan vetur var svo safnað fé til að kaupa stóla í húsið. Það var svo sumarið 1899 að kirkja var reist og var séra Björn B Jónsson ráðinn prestur. Þjónaði hann söfnuðinum til ársins 1914.

Ivanhoe var aldrei stór bær, fólksfjöldinn árið 2019 var þessi. Mynd JÞ

Haustið 1922 varð kirkjan fyrir eldingu og brann til grunna. Ný kirkja var reist og vígð árið 1925.

 

Kirkjugarður íslenska safnaðarins í Lincoln er rétt hjá bænum.