Jón Þorvarðarson

ID: 3311
Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1952

Jón Júlíus Þorvarðarson

Jón Júlíus Þorvarðarson fæddist í Mýrasýslu 1. júlí, 1880. Dáinn í Winnipeg 19. apríl, 1952. Swanson vestra.

Maki: Kristín Jónsdóttir

Börn: 1. Wilfred 2. Raymond. Ennfremur þrjár dætur, upplýsingar vantar.

Júlíus fór vestur um haf til Winnipeg árið 1887 með móður sinni og systkinum. Faðir hans, Þorvarður Sveinsson fór þangað árið áður. Július gekk menntaveginn, fór í verslunarnám og helgaði líf sitt viðskiptum. Hann rak eigið fasteignafyrirtæki, J. J. Swanson & Co í borginni um árabil. Tók þátt í vesturíslenskum félagsmálum í Winnipeg, sat m.a. í stjórn Columbia Press, íslenska útgáfufélagsins.

 

Atvinna :