Þorsteinn Sæmundsson var á 13. ári þegar hann kom vestur til Winnipeg árið 1886. Hann fór fljótlega að vinna fyrir sér og var byggingavinna mikið í boði. Hann varð múrarameistari, gekk í félag með öðrum og byggði hús af ýmsum stærðum og gerðum. Hann varð um árabil einn fremsti byggingarmeistari borgarinnar.