Björn S Brynjólfsson

Vesturfarar

Björn gekk á kanadískan grunnskóla í Marklandi en árið 1879 hóf hann nám við Thiel College í Pennsylvania. Lauk þar ekki námi vegna augnveiki og flutti vestur til Winnipeg þar sem hann var til ársins 1882 en þá settist hann að í Pembina sýslu í N. Dakota. Þar stundaði hann verslunarstörf og var ráðinn varaféhirðir sýslunnar árin 1885-1887. Hann lærði lögfræði í N. Dakota og lauk því prófi 28. september, 1889. Hann tók að sér landsölu fyrir N. Dakota og auðgaðasti ágætlega á því. Kjörinn bæjarstjóri í Grand Forks 1904 og gengdi því embætti einhvern tíma. Hann varð formaður fulltrúanefndar Demókrataflokksins í ríkinu, tók þátt í flokksþingi flokksins í St. Louis árið 1904 og tók þátt í útnefningu frambjóðanda flokksins til embættis Bandaríkjaforseta.