
Þorgeir Símonarson Mynd Lögberg, feb. 1937.
Þorgeir Símonarson fæddist 1. ágúst, 1864 í Árnessýslu. Dáinn í Birch Bay í Washington 24. október, 1936
Maki: 1902 Guðrún Margrét Ingjaldsdóttir f. 30. október, 1877 í Húnavatnssýslu.
Börn: 1. Árni 2. Sigrún 3. Einar 4. drengur d. 13 ára.
Þorgeir fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886 og var þar í þrjú ár. Hann flutti vestur að Kyrrahafi árið 1889 en sneri aftur til Manitoba. Þorgeir nam land í Big Point og var með fyrstu landnemum þar en búskapur átti ekki við hann. Þaðan flutti hann vorið 1895 vestur að Kyrrahafi og settist að í Seattle. Guðrún fór til Vesturheims með móður sinni, Þóru Kristófersdóttur og systkinum árið 1888. Þau fóru til Winnipeg þar sem faðir Guðrúnar beið þeirra. Guðrún og Þorgeir settust að í Blaine í Washington árið 1904.
