Jón Jónasson

ID: 1378
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1929

Jón Jónasson var fæddur 24. september, 1857 í Rangárvallasýslu. Dáinn 17. október, 1929. Var John C. Johnson í Utah.

Maki: 29. nóvember, 1886 Guðný Sigurðardóttir f. 22. nóvember, 1860. Dáin 23. desember, 1934. Var Gudny Johnson í Utah

Börn; 1. John Karl 2. Ellen Olive 3. Samuel 4. Sara Ann Margrét 5. Eysteinn 6. Joseph Franklin 7. Sigurrósa

8. Guðrún Jane 9. Daniel.

Jón og Guðný tóku trú Mormóna 18. júní, 1886 og fluttu sama ár vestur um haf. Bjuggu í Spanish Fork. Jón stundaði búskap og trésmiði.