Kristján Einarsson

ID: 19144
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1964

Kristján Einarsson Mynd MoO

Gróa Sigríður Þorsteinsdóttir Mynd MoO

Kristján Einarsson fæddist í Rangárvallasýslu 13. júlí, 1873. Dáinn 8. desember, 1964 í Ósland.

Maki: Gróa Sigríður Þorsteinsdóttir f. 17. apríl, 1875 í V. Skaftafellssýslu, d. 30. desember, 1973.

Börn: 1. Ásta Katrín 2. Elín Jóhanna f. 17. júlí, 1917.

Kristján fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1910 og vann þar við trésmíðar. Flutti þaðan til Masset á Queen Charlotte eyjum í Bresku Kolumbíu og kvæntist þar ekkjunni Gróu Sigríði. Þau fluttu í Ósland byggð þar sem Kristján stundaði fiskveiðar (lax) á sumrin en trésmíðar á veturna.

Hús Kristjáns í Ósland Mynd MoO