Sigurður Ólafsson

ID: 1418
Fæðingarár : 1883
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1961

Séra Sigurður Ólafsson og Ingibjörg Jóhanna Jónsdóttir. Mynd Almanak 1949

Sigurður Ólafsson fæddist í Rangárvallasýslu 14. ágúst, 1883. Dáinn 21. mars, 1961 í Winnipeg. Rev. Sigurdur Olafsson vestra.

Maki: 1) 2. júlí, 1907 í Seattle Halldóra Ingibjörg Ásgrímsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu 16. janúar, 1885, d. í Blaine í Washington 11. desember, 1918. 2) 29. júní, 1923 Ingibjörg Jóhanna Jónsdóttir f. á Gimli 17. júní, 1887.

Börn: Með Halldóru; 1. Vigdís Evangeline f. 28. febrúar, 1912 2. Josephine Sigríður (Sigrid) f. 5. mars, 1914 3. Freyja Eleanor f. 19. ágúst, 1915.

Sigurður fór einsamall vestur til Winnipeg árið 1902 og vann við veiðar á Winnipegvatni fyrsta veturinn. Fór vestur til Seattle vorið 1903 og vann þar við eitt og annað til ársins 1910. Þá settist hann á skólabekk í Portland í Oregon. Hann lauk guðfræðinámi þar árið 1914, var vígður prestur 14. febrúar, 1915 og ráðinn prestur í Blaine sama ár. Þjónaði á Gimli frá 1921-1929, í Arborg og Riverton 1929-1940 og loks í Selkirk 1940-1958 . Halldóra flutti vestur til Ameríku um 1890 og bjó í Duluth í Minnesota þar sem bræður hennar, Ásgrímur og Jósafat bjuggu. Flutti vestur að Kyrrahafi upp úr aldamótum og bjó í Seattle þar sem hún kynntist Sigurði. Ingibjörg ólst upp í Nýja Íslandi, lauk kennaraprófi árið 1907 og kenndi m.a. í Arborg og á Gimli.