Guðrún Ó Bergmann

ID: 18917
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1938

Guðrún Ólöf Magnúsdóttir Thorlacius fæddist 29. september, 1855 í Eyjafjarðarsýslu. Dáin 10. september, 1938 í Winnipeg.

Maki: 15. apríl, 1888 Friðrik Bergmann Jónsson f. 15. apríl, 1859 í S. Þingeyjarsýslu, d. í Winnipeg 11. apríl, 1918.

Börn: 1. Magnea Guðrún f. í Garðar 23. desember, 1889 2. Jón Halldór f. í Garðar, 14. janúar, 1891 3. Ragnar Steingrímsson f. í Garðar, 16. ágúst, 1892, d. í Detroit 27. júlí, 1950 4. Elízabet Valgerður f. í Garðar 31. maí, 1895.

Guðrún flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887, hún var dóttir séra Magnúsar Thorlacius og Guðrúnar Jónasdóttur. Friðrik fór vestur um haf til Wisconsin í Bandaríkjunum árið 1875 og var fyrsta árið hjá séra Páli Þorlákssyni. Innritaðist í norska latínuskólann í Decorah í Iowa og útskrifaðist árið 1881. Nam guðfræði í Noregi árin 1883 -1885, innritaðist í guðdræðideild Lutheran Seminary í Philadelphia haustið 1885 og útskrifaðist þaðan 1886. Vígður prestur 17. júní sama ár og tók kalli frá söfnuðum í íslensku byggðinni í N. Dakota. Lét af prestsstörfum í N. Dakota árið 1902 og flutti til Winnipeg þar sem hann starfaði til æviloka.