ID: 18943
Fæðingarár : 1845
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Sigurður Bjarnason fæddist í Seli í Skorrastaðarsókn í S. Múlasýslu árið 1845.
Maki: Sesselja Andrésdóttir f. 5. júní, 1846 í N. Múlasýslu, d. í Minnesota 2. janúar, 1918.
Börn: 1. Stefán f. 27. mars, 1878, d. 30. mars, 1878 2. Stefán (Stephan) f. 12. október, 1880 3. Þóra (Thora) f. 18. janúar, 1883.
Þau fluttu vestur til Kanada árið 1880 og settust að í Winnipeg. Fóru þaðan suður til N. Dakota þar sem Sigurður lést en eftir lát hans flutti Sesselja til Minnesota þar sem systir hennar og bróðir bjuggu.
