Jón Jónsson

ID: 18846
Fæðingarár : 1860
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1950

Jón Jónsson fæddist á Breiðstöðum í Skagafjarðarsýslu 15. október, 1860. Dáinn í Manitoba 10. mars, 1950. Skardal vestra.

Maki: Ingibjörg Oddný Frímannsdóttir f. 15. ágúst, 1849 í Meðalheimi í Húnavatnssýslu. Dáin í Selkirk 7. mars, 1924.

Börn: 1. Bergdís f. 1884, d. 1954. Upplýsingar um önnur fimm börn þeirra vantar.

Þau fluttu vestur til Bandaríkjanna árið 1887 og settust að í Sayreville í New Jersey. Þar bjuggu þau til ársins 1893 en þá fluttu þau vestur til Winnipeg. Ári síðar settust þau að á landi í Árnesbyggð í Nýja Íslandi, sem hét Björk. Árið 1907 fluttu þau til Selkirk og bjuggu þar síðan.