Þórunn F Jónsdóttir

ID: 18914
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1882

Þórunn F Jónsdóttir Mynd VÍÆ I

Þórunn Florentina Jónsdóttir fæddist 18. ágúst, 1882 í Manitoba. Flora Benson í Kanada.

Maki: Björn Sigbjörnsson fæddist 1. febrúar, 1883 í N. Múlasýslu. Dáinn 7. nóvember, 1918 í Selkirk úr Spönsku veikinni.

Börn: 1. Norma Esther f. 19. ágúst, 1916 2. Laura Florentina f. 25. janúar, 1918 3. Barney Stevens f. 5. júní, 1919.

Þórunn var dóttir Jóns Júlíusar Jónssonar og Sigrúnar Jónínu Jónsdóttur og ólst upp í Winnipeg. Hún lauk þar grunnskólanámi og prófi frá Success Business College. Vann eftir það í verslun og var í mörg ár bókari hjá Columbia Press. Hún bjó í Selkirk árin 1913-26 flutti svo til Winnipeg þar sem hún tók virkan þátt í málefnum samlanda sinna. Var forseti Jóns Sigurðssonar félagsins og varaforseti Bandalags lútherskra kvenna. Vann mikið fyrir Fyrstu lúthersku kirkju og kenndi í mörg ár ú sunnudagaskóla hennar. Björn flutti vestur til Manitoba árið 1893 með foreldrum sínum, Sigbirni Ásbjörnssyni og Stefaníu Magnúsdóttur. Þau settust að í Selkirk.