Elísabet Gunnlaugsdóttir fæddist 1877 í Yellow Medicine sýslu í Minnesota. Dáin árið 1929 í Hudson í Wisconsin.
Maki: Halldór Eyjólfsson fæddist árið 1878 í S. Múlasýslu. Dáinn í Lyon sýslu í Minnesota 17. janúar, 1910.
Börn: 1. John Douglas f. 18. nóvember, 1900 2. Charles Matthew f. 15. júlí, 1902 3. Charlotte Josephine f. 2. janúar, 1905 4. June Guðbjörg Elizabeth f. 5. júní, 1906.
Elísabet fæddist á Hákonarstöðum í Yellow Medicine sýslu í Minnesota, dóttir hjónanna Gunnlaugs Péturssonar og Guðbjargar Jónsdóttur. Halldór flutti vestur til Minnesota árið 1879 með foreldrum sínum, Eyjólfi Nikulássyni og Þorbjörgu Jósepsdóttur. Þau settust að í Lyon sýslu þar sem Halldór ólst upp og hóf búskap með Elísabetu. Árið 1909 fluttu þau á Hákonarstaði í Yellow Medicine sýslu, sem var elsta landnám Íslendings í Minnesota. Faðir Kristínar, Gunnlaugur Pétursson nam þar land árið 1875.
