
Sigríður Ingibjörg Eiríksdóttir Mynd VÍÆ III
Sigríður Ingibjörg Eiríksdóttir fæddist 6. júlí, 1890 í Winnipeg. Dáin 23. september, 1944 í Wadena, Saskatchewan.
Maki: Eymundur Guðvaldsson f. í N. Múlasýslu 19. júní, 1878, d. í Elfros í Vatnabyggð 31. október, 1922. Eymundur G. Jackson vestra.
Börn: 1. Þorbjörg f. 17. september, 1912 2. Þorvaldur f. 28. desember, 1913 3. Guðjón f. 10. september, 1918 4. Henry Kristinn f. 8. janúar, 1921.
Eymundur flutti vestur árið 1888 með foreldrum sínum, Guðvaldi Jónssyni og Kristínu Þorgrímsdóttur og systkinum árið 1888. Þau settust að í Sandhæðabyggð í N. Dakota, skammt frá Hensel. Fluttu til Roseau í Minnesota árið 1899 þar sem Eymundur nam land við Roseau ána og bjó þar til ársins 1907. Flutti þá í Vatnabyggð og nam land skammt frá Elfros. Foreldrar Sigríðar Ingibjargar voru Eiríkur Sumarliðason úr Hvítársíðu og Þorbjörg Jónsdóttir frá Draghálsi í Borgarfjarðarsýslu. Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1887.
